2 okt. 2021Um helgina fara fram hinir árlegu leikir Meistarar meistaranna en það eru leikir íslandsmeistara síðasta árs gegn bikarmeisturum síðasta árs. Karlar mætast í kvöld kl. 19:45 í Þorlákshöfn (Þór Þ.-Njarðvík) en á morgun fer kvennaleikurinn fram.

Í ár verður leikið hjá konum í Vals-höllinni að Hlíðarenda á heimavelli Íslandsmeistara Vals en þá mætast Valur og bikarmeistarar ársins Haukar.

Meistarakeppni kvenna: 
Valur-Haukar
Sunnudaginn 3. október kl. 20:15 
Vals-höllin, Hlíðarenda
Miðasala á Stubb

Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.