5 okt. 2021Úrvalsdeildir karla og kvenna munu bera nafn SUBWAY í vetur en KKÍ og SUBWAY hafa gert með sér samstarfssamning fyrir tímabilið 2021-2022. 

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Sverrir Berg Sverrisson, framkvæmdastjóri Subway, undirrituðu samstarfssamninginn í dag á kynningarfundi félaganna fyrir upphaf deildanna sem hefst á morgun hjá konum og fimmtudag hjá körlum.

Það stefnir í skemmtilegt og fjörugt tímabil að venju í íslenskum körfubolta og áfram verður Stöð 2 Sport með í för og gerir deildinni frábær skil fyrir íslenska körfuknattleiksaðdáendur!

Sjáumst á vellinum í vetur með SUBWAY og KKÍ.