13 okt. 2021

Jóhannes Páll Friðriksson dæmir í kvöld leik La Roche Vendee Basket Club gegn Flammes Carolo Basket í EuroCup Women í Frakklandi í kvöld.

Íslenskir FIBA dómarar og FIBA eftirlitsmenn hafa verið að fá verkefni undanfarið, en þetta er fyrsta verkefni Jóhannesar í haust.

Ásamt Jóhannesi dæma Marc Mouton frá Lúxemborg og Jurgen Muho frá Albaníu leikinn, en Christian Altmeyer frá Frakklandi er eftirlitsmaður.