13 okt. 2021

Rúnar Birgir Gíslason mun starfa sem eftirlitsmaður á leik Donar Groningen gegn London Lions í FIBA Europe Cup í Hollandi í kvöld.

Íslenskir FIBA dómarar og FIBA eftirlitsmenn hafa verið að fá verkefni undanfarið, en þetta er fyrsta verkefni Rúnars í haust.

Dómarar leiksins koma frá Spáni og Tyrklandi, en Rúnar verður þar með fjórði maður teymisins sem heldur utan um stjórnartaumana í leiknum í kvöld.