3 nóv. 2021

Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í körfuboltahreyfingunni, þar sem iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt. KKÍ er nú orðið fimmta fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ með rúmlega 9.000 iðkendur.

Þetta má sjá í myndrænni tölfræði ÍSÍ sem unnin er upp úr starfsskýrslum íþróttafélaga.

Mikill vöxtur hefur verið í körfuknattleikshreyfingunni síðustu ár, sem endurspeglast í öflugu og vaxandi starfi félaga hringinn um landið. 

Samhliða fjölgun iðkenda hefur skráning liða í mót aukist umtalsvert. Það fjölgar á sama tíma þeim hlutverkum sem þarf að sinna í dómgæslu, þjálfun, utanumhaldi og öðru tengdu félögunum. Á efri bláu myndinni má sjá skráningu í 7. flokk stúlkna til og með stúlknaflokki og þá neðri 7. flokk drengja til og með drengjaflokki. Hérna má sjá talsverða fjölgun í skráningu bæði hjá drengjum og stúlkum.