19 nóv. 2021

Föstudaginn 19. nóvember kl. 12 munu KKÍ og ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um kvendómara á afreksstigi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar, en honum verður einnig streymt á fésbókarsíðum ÍSÍ og KKÍ.
 
Andrada Monika Csender, þrautreyndur FIBA dómari fer yfir það hvernig umhverfi dómara er á afreksstigi, hvernig er að vera kona í heimi íþróttanna og ýmislegt annað tengt dómarastarfinu. Þó að íþróttagreinin sé í þessu tilviki körfubolti þá er ýmislegt sameiginlegt í dómgæslu og hægt að yfirfæra á aðrar greinar. Andrada byrjaði sinn dómaraferil 2008 og varð FIBA dómari 2012. Vorið 2014 dæmdi hún sinn fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í EuroCup Women, og hefur síðan dæmt fjóra úrslitaleiki í Euroleague Women. Hún hefur dæmt fjölda úrslitaleikja í heimsmeistarakeppnum yngri landsliða og fengið fjölda viðurkenninga fyrir hæfni sína sem dómari, t.a.m. verið valin dómari ársins síðustu þrjú ár í Danmörku. 

Andrada mun ekki sitja auðum höndum í ferð sinni hingað til lands, en auk fyrirlestursins mun hún dæma leik Njarðvíkur og Breiðabliks í Subway deild karla fimmtudaginn 18. nóvember og leiðbeina á kvendómaranámskeiði KKÍ laugardaginn 20. nóvember.