
10 maí 2022
Leikið verður í úrslitum yngri flokka í Dalhúsum í umsjón Fjölnis þetta vorið. Keppni hefst á morgun, miðvikudaginn 11. maí og stendur til mánudagsins 16. maí, en alls eru þetta 19 úrslitaleikir sem fara fram næstu daga.
Leikið verður til úrslita í öllum deildum yngri flokka að þessu sinni, þar sem ekki gekk að klára deildarkeppni á öllum stöðum vegna COVID-19. Þau lið sem leika til úrslita í 1. deild hvers flokks leika um Íslandsmeistaratitil, en önnur félög geta orðið meistarar í sinni deild. Dagskrána má sjá hér að neðan.
| Miðvikudagur 11. maí | ||
| 17:30 | 9. flokkur drengja – 4. deild | Fjölnir b-Valur b |
| 19:30 | 10. flokkur stúlkna – 2. deild | Grindavík-Haukar |
| Fimmtudagur 12. maí | ||
| 17:30 | 9. flokkur stúlkna – 2. deild | KR-Haukar |
| 19:30 | Drengjaflokkur – 3. deild | ÍR b-Stjarnan c |
| Föstudagur 13. maí | ||
| 17:30 | 10. flokkur drengja – 2. deild | Ármann-Þór Ak. |
| 19:30 | Unglingaflokkur karla – 2. deild | Þór Ak.-Valur |
| Laugardagur 14. maí | ||
| 09:00 | 10. flokkur drengja – 4. deild | Vestri-Stjarnan d |
| 11:00 | Stúlknaflokkur – 2. deild | Aþena/UMFK-Þór Ak. |
| 13:15 | 10. flokkur stúlkna – 1. deild | KR-Stjarnan |
| 15:30 | Drengjaflokkur – 1. deild | Fjölnir-Breiðablik |
| 17:30 | Drengjaflokkur – 2. deild | Stjarnan b-Njarðvík |
| Sunnudagur 15. maí | ||
| 09:00 | 9. flokkur drengja – 3. deild | Þór Ak.-ÍR |
| 11:15 | 9. flokkur drengja – 1. deild | Breiðablik-Stjarnan |
| 13:30 | 9. flokkur stúlkna – 1. deild | Stjarnan-Keflavík |
| 15:45 | 10. flokkur drengja – 1. deild | KR/Selfoss-ÍR |
| 18:00 | Stúlknaflokkur – 1. deild | Fjölnir-Haukar |
| 20:00 | 9. flokkur drengja – 2. deild | Selfoss/Hamar-Stjarnan b |
| Mánudagur 16. maí | ||
| 17:30 | 10. flokkur drengja – 3. deild | Selfoss b-Stjarnan c |
| 19:45 | Unglingaflokkur karla – 1. deild | Breiðablik-Stjarnan/Álftanes |


