15 maí 2022

KR varð Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna í gær með sigri á Stjörnunni í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var hnífjafn og spennandi og réðust úrslitin í blálokin, 59-57. Þjálfari stúlknanna er Hörður Unnsteinsson.

Fjóla Gerður Gunnars var valin maður leiksins, en hún skilaði 16 stigum og 12 fráköstum.

Til hamingju KR!