15 maí 2022

Þór Ak. varð meistari 2. deildar stúlknaflokks í gær með sigri á Aþenu/UMFK í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var nokkuð jafn þó Þór Ak. hafi leitt nánast frá upphafi, 68-85. Þjálfari stúlknanna er Daníel Andri Halldórsson.

Eva Wium Elíasdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 41 stigi, 10 fráköstum og 3 stolnum boltum!

Til hamingju Þór Ak.!