15 maí 2022

Vestri varð í gær meistari 4. deildar 10. flokks drengja með sigri á Stjörnunni D í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og réðust úrslit leiksins í lokin, 57-47. Þjálfari strákanna er Birgir Örn Birgisson.

Hjálmar Helgi Jakobsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 41 stigi, 10 fráköstum og 4 stolnum boltum!

Til hamingju Vestri!