16 maí 2022

Fjölnir varð Íslandsmeistari drengjaflokks í gær með sigri á Breiðablik í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var jafn lengst af, en með góðum leikkafla í þriðja leikhluta tókst Fjölni að skilja sig frá Breiðablik og höfðu sigur, 110-83. Þjálfari drengjanna er Baldur Már Stefánsson.

Karl Ísak Birgisson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum og 10 fráköstum.

Til hamingju Fjölnir!