16 maí 2022

ÍR varð Íslandsmeistari 10. flokks drengja í gær með sigri á Selfoss í úrslitaleik í Dalhúsum. ÍR tók völdin strax í byrjun og hafði öruggan sigur, 58-84. Þjálfari drengjanna er Daði Steinn Arnarsson.

Lúkas Aron Stefánsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 18 stigum, 17 fráköstum og 2 vörðum skotum.

Til hamingju ÍR!