16 maí 2022

ÍR varð meistari 3. deildar 9. flokks drengja í gær með sigri á Þór Ak. í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit í framlengingu, 77-82. Þjálfari drengjanna er Sæþór Elmar Kristjánsson.

Oliver Aron Andrason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 44 stigum, 8 fráköstum og 2 stolnum boltum.

Til hamingju ÍR!