16 maí 2022

Njarðvík varð meistari 2. deildar drengjaflokks í gær með sigri á Stjörnunni B í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var nokkuð jafn þó Njarðvík leiddi stærstan hluta leiksins, 78-83. Þjálfari drengjanna er Hermann Ingi Harðarson.

Elías Bjarki Pálsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 32 stigum, 8 fráköstum auk þess að sækja 12 villur á mótherjana.

Til hamingju Njarðvík!