16 maí 2022

Stjarnan varð Íslandsmeistari 9. flokks drengja í gær með sigri á Breiðablik í úrslitaleik í Dalhúsum. Stjarnan leiddi nánast allan leikinn og hafði öruggan sigur, 54-83. Þjálfari drengjanna er Snorri Örn Arnaldsson.

Atli Hrafn Hjartarson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 21 stigi, 6 fráköstum og 6 stolnum boltum.

Til hamingju Stjarnan!