18 maí 2022

Stjarnan/Álftanes urðu Íslandsmeistarar unglingaflokks karla á mánudag með sigri á Breiðablik í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var þrælspennandi og skildu aldrei meira en 10 stig liðin að, en Stjarnan hafði sigur í lokin 89-92. Þjálfari drengjanna er Ingi Þór Steinþórsson.

Friðrik Anton Jónsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 28 stigum, 14 fráköstum og 2 vörðum skotum.

Til hamingju Stjarnan!