19 maí 2022

Keppnistímabilinu 2021-2022 lauk í gærkvöldi þegar Valur varð Íslandsmeistari í Subway deild karla fyrir troðfullu húsi. KKÍ óskar Val og öllum öðrum Íslandsmeisturum þessa tímabils til hamingju. Skráning fyrir keppnistímabilið 2022-2023 hefst á mánudag þegar opnað verður fyrir skráningu í úrvals- og 1. deildir, en henni lýkur að kvöldi 31. maí. Skráning í deildarkeppni yngri flokka og 2. deild karla opnast svo 2. júní og stendur til 14. júní.

Íslandsmeistarar 2022

Subway deild karla Valur 
Subway deild kvenna  Njarðvík 
Unglingaflokkur karla  Stjarnan/Álftanes 
Stúlknaflokkur  Haukar 
Drengjaflokkur  Fjölnir 
10. flokkur drengja  ÍR 
10. flokkur stúlkna  KR 
9. flokkur drengja Stjarnan 
9. flokkur stúlkna Stjarnan 
8. flokkur drengja  Stjarnan 
8. flokkur stúlkna  Stjarnan 
7. flokkur drengja  Stjarnan 
7. flokkur stúlkna  Stjarnan 
Minnibolti 11 ára drengja Stjarnan 
Minnibolti 11 ára stúlkna  Stjarnan 
Minnibolti 10 ára drengja Stjarnan 
Minnibolti 10 ára stúlkna Valur