
19 maí 2022
Keppnistímabilinu 2021-2022 lauk í gærkvöldi þegar Valur varð Íslandsmeistari í Subway deild karla fyrir troðfullu húsi. KKÍ óskar Val og öllum öðrum Íslandsmeisturum þessa tímabils til hamingju. Skráning fyrir keppnistímabilið 2022-2023 hefst á mánudag þegar opnað verður fyrir skráningu í úrvals- og 1. deildir, en henni lýkur að kvöldi 31. maí. Skráning í deildarkeppni yngri flokka og 2. deild karla opnast svo 2. júní og stendur til 14. júní.
Íslandsmeistarar 2022
| Subway deild karla | Valur |
| Subway deild kvenna | Njarðvík |
| Unglingaflokkur karla | Stjarnan/Álftanes |
| Stúlknaflokkur | Haukar |
| Drengjaflokkur | Fjölnir |
| 10. flokkur drengja | ÍR |
| 10. flokkur stúlkna | KR |
| 9. flokkur drengja | Stjarnan |
| 9. flokkur stúlkna | Stjarnan |
| 8. flokkur drengja | Stjarnan |
| 8. flokkur stúlkna | Stjarnan |
| 7. flokkur drengja | Stjarnan |
| 7. flokkur stúlkna | Stjarnan |
| Minnibolti 11 ára drengja | Stjarnan |
| Minnibolti 11 ára stúlkna | Stjarnan |
| Minnibolti 10 ára drengja | Stjarnan |
| Minnibolti 10 ára stúlkna | Valur |


