17 mar. 2023

Í dag, föstudaginn 17. mars, er síðasti dagur fyrir sambandsaðila til að skila inn kjörbréfum fyrir komandi Körfuknattleiksþing, sem haldið verður laugardaginn 24. mars í Laugardalshöll.

Allir sambandsaðilar hafa fengið send til sín kjörbréf og þurfa að skila þeim útfylltum á kki@kki.is eigi síðar en kl. 23:59 í kvöld.

Vakin er athygli á því að hvorki stjórn né starfsmenn KKÍ fara með atkvæði á Körfuknattleiksþingi.

Hægt er að sjá hvernig atkvæði skiptast milli aðildarfélaga og íþróttahéraða hérna.