18 sep. 2023Á morgun þriðjudaginn 19. september verður dregið í riðlakeppnina fyrir undankeppni EM kvenna, EuroBasket Women's, sem fer fram sumarið 2025. 

Dregið verður í beinni á Youtube-rás FIBA kl. 12:00 að íslenskum tíma.

36 lönd taka þátt og í fyrsta sinn kvennamegin verður lokamótið haldið hjá fjórum þjóðum, Tékklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu. Þessi fjögur lönd leika saman í undankeppninni þar sem þau eru nú þegar örugg á lokamótið sem gestgjafar og því munu hin 32 löndin leika í átta fjögura liða riðlum.

Leikið verður heima og að heiman í nóvember 2023, nóvember 2024 og febrúar 2025. 16 lið leika á EM og því eru 12 sæti í boði, efstu átta í hverjum riðli og fjögur bestu 2. sæti hvers riðils, þar sem fjögur lönd eru komin áfram sem gestgjafar.

Búið er að skipta löndunum upp í átta styrkaleikaflokka og er Ísland í 7. styrkleikaflokki. Ísland mun verða dregið í riðil með einu liði úr flokki 2, 3 og 6 á meðan hin liðin í riðlum 1, 4, 5 og 8 verða dregin saman.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:

1: Spánn, Belgía, Frakkland, Serbía
2: Tyrkland, Bosnía, Ungverjaland, Bretland
3: Svartfjallaland, Slóvenía, Svíþjóð, Slóvakía
4: Lettland, Úkraína, Króatía, Pólland
5: Litháen, Portúgal, Ísrael, Holland
6: Rúmenía, Danmörk, Búlgaría, Sviss
7: ÍSLAND, Finnland, Lúxemborg, Eistland
8: Makedónía, Írland, Austurríki, Aserbadjan

Andstæðingar Íslands verða því eitt úr þessum fjórum riðlum:
2: Tyrkland, Bosnía, Ungverjaland, Bretland
3: Svartfjallaland, Slóvenía, Svíþjóð, Slóvakía
6: Rúmenía, Danmörk, Búlgaría, Sviss
7: ÍSLAND