17 jan. 2024Dagatal úrslitakeppni 2024 má finna núna á heimasíðu KKÍ. Dagatalið hefur ekki breyst frá því keppnisdagatali sem kynnt var í apríl 2023. Miðað við að úrslitakeppnin fari alla leið þá eru síðustu leikdagar:
Subway deild karla               29. maí
Subway deild kvenna           28. maí
1. deild karla                         24. maí
1. deild kvenna                     11. maí
2. deild karla                         10. apríl
 
Úrslitakeppnin lengist nokkuð vegna breytinga sem samþykktar voru á Körfuknattleiksþingi 2023.
 
Samhliða þessu minnum við á að úrslit 1. deilda 9. flokks og eldri verða leikin í úrslitakeppnisformi. Þar fara fjögur efstu liðin áfram í undanúrslit sem verða leikin þannig: einn undanúrslitaleikur á heimavelli þess liðs sem ofar er í töflu og svo úrslit þar sem vinna þarf tvo leiki til að verða Íslandsmeistari. Undanúrslit og úrslit fara fram í maí, þar sem síðasti leikdagur í deildarkeppni yngri flokka er 29. apríl.