29 feb. 2024

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Kærumál 1/2023-2024

Körfuknattleiksdeild Ármanns gegn Körfuknattleiksdeild Þróttar Vogum

ÚRSKURÐARORÐ

Kröfum kæranda er hafnað. 

úrskurð má lesa í heild sinni hér

Agamál 29/2023-2024

Úrskurðarorð: Hið kærða lið, ÍR, sætir áminningu samkvæmt h-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál.

Agamál 30/2023-2024

Með vísan til ákvæðis c-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, William Thompson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis og ÍA í 1. deild karla, sem fram fór þann 9. febrúar 2024