28 mar. 2024

Kristinn Óskarsson dómari dæmdi sinn 2000. leik á vegum KKÍ í gær þegar hann dæmdi leik Njarðvíkur og Hauka í Subway deild kvenna og er hann þriðji dómarinn sem nær þeim áfanga í sögu KKÍ. Rögnvaldur Hreiðarsson var fyrstur til að ná því og Sigmundur Már Herbertsson annar.

Kristinn dæmdi sinn fyrsta KKÍ leik 22. nóvember 1987 einmit í Njarðvík í efstu deild kvenna en það var lið Grindavíkur sem var í heimsókn. Meðdómari Kristins var Jón Guðbrandsson. Lokatölur leiksins var 29-22 en staðan eftir fyrsta leikhluta í Njarðvík í gær var 29-17.

Í leiknum í gær voru meðdómararnir þeir Jón Þór Eyþórsson og Bjarni Rúnar Lárusson en þegar Bjarni fæddist hafði Kristinn dæmt í 2 og hálft ár.

KKÍ óskar Kristni innilega til hamgingju með áfangann og þjónustu hans öll árin sem ekki sér fyrir endann á.

Mynd: Jón Björn Ólafsson