16 maí 2025

KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C.

KKÍ þjálfari 1A er kennt í staðnámi dagana 6.-8. júní 2025.

KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ 1A er skipt upp í nokkra hluta, Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Farið er yfir kennslufræði og nálgun á þjálfun barna með það að markmiði að þau haldi áfram og læri leikinn. Á námskeiðinu þjálfa þátttakendur eina stöð í úrvalsbúðum KKÍ, en fyrirkomulag þess verður kynnt frekar við upphaf námskeiðsins.

Þátttökugjald fyrir KKÍ 1A er 30.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 27. maí, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 40.000 kr. Skráningu lýkur kl. 12:00 miðvikudaginn 4. júní.

Til að ljúka námskeiðinu þarf að sitja alla hluta þess.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Föstudagur 6. júní

17:00-17:30         Setning og þjálfaranám KKÍ

17:30-19:00         Kennslufræði minnibolta og skipulag þjálfunar, bóklegt

19:00-19:15         Matur

19:15-20:45         Undirbúningur þjálfunar og hugarfar þjálfara í minnibolta, bóklegt

 

Laugardagur 7. júní

10:00-10:50       Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5), verklegt

11:00-11:50       Skot, fótavinna, þreföld ógnun og skotleikir, verklegt

11:50-12:30       Matur

12:30-13:20       Boltaæfingar, knattrak og leikir, verklegt 

13:30-14:20       Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut) og sendingar, verklegt

14:30-15:20       SSG og stignun þeirra, verklegt

15:20-16:00       Umræður

 

Sunnudagur 8. júní

09:00                Úrvalsbúðir (þátttakendur þjálfa í úrvalsbúðum, fá dagskrá á föstudegi)

 

Þátttakendur mæta í íþróttafötum í körfuboltaskóm í alla verklega tíma. Til að ljúka námskeiðinu þarf að sitja alla hluta þess.