15 júl. 2025EuroBasket bikarinn, ásamt lukkudýri mótisins Marky Mark, heimsótti Ísland fyrstu daga júlímánaðar. Bikarinn hefur verið á ferð um Evrópu „trophy tour“ og stoppar hjá átta þjóðum af þeim tuttugu o gfjórum sem komust á mótið. Það er þeim fjórum þjóðum þar sem lokakeppnin fer fram ásamt þeim fjórum svokölluðum samstarfsþjóðum.  Ísland og Pólland náðu samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og er Ísland því ein af þessum fjórum samstarfsþjóðum.
 

Bikarinn og Marky Mark fóru víða um landið , heimsóttu Akranes og ýmsa staði á Suðurlandi þar sem myndir voru teknar, fóru á körfuboltanámkeið á Flúðum þar sem hátt í 200 krakkar voru við æfingar, þar voru landsliðsstrákarnir okkar þeir Ægir Þór Steinarsson, Martin Hermansson og Orri Gunnarsson. Krakkanir fengu þar að sjálfsögðu mynd af sér með bikarnum og Marky Mark. Að lokum var svo farið í Kringluna þar sem gestir og gangandi fengu mynd af sér með bikarnum og Marky Mark ásamt því að fá margskonar varning tengdan EuroBasket gefins. Landsliðsstrákarnir okkar þeir Elvar Már Friðriksson og Styrmir Snær Þrastarson voru á svæðinu og árituðu plaköt ásamt búningum og boltum sem, ungir iðkendur mættu með til að fá áritun strákanna á.
 

EuroBasket fer fram 27. ágúst – 14. september , 24 þjóðir komust á mótið sem fram fer í fjórum löndum; Póllandi, Kýpur, Finnlandi og Lettlandi en úrslitin fara fram í Lettalandi. ÍSLAND spilar í Katowice í Póllandi en ásamt Pólverjum verða Frakkland, Slóvenía, Ísrael og Belgía með okkar strákum riðli. Fjögur lönd af þessum sex komast áfram í 16 liða úrslit mótsins sem fara fram í Riga í Lettlandi. Fyrsti leikur ÍSLANDS verður fimmtudaginn 28. ágúst. Rúmlega 1000 Íslendingar munum fylgja stráknum okkar eftir í Katowice.
 

KKÍ þakkar FIBA Europe og starfsfólki fyrir samvinnu og undirbúning við heimsókn EuroBasket bikarins og lukkudýrsins Marky Mark.