13 ágú. 2025

Patrik Joe Birmingham, leikmaður Njarðvíkur og yngri landsliða Íslands hefur verið valinn til þátttöku í Basketball Without Borders sem fara fram í Manchester á Englandi þessa dagana.

BWB búðirnar eru samstarfsverkefni NBA og FIBA en búðunum er ætlað að finna efnilega leikmenn og þróa þá áfram. Búðirnar eru haldnar sex sinnum á ári í öllum heimsálfum en alls hafa búðirnar verið haldnar 77 sinnum frá upphafi þeirra árið 2001.

Auk æfinga og keppni eru þátttakendur einnig þjálfaðir í forystuhæfileikum og lífsleikni en þær hófust í gær og lýkur 15. ágúst.

Sögugrúskarar KKÍ fóru í að reyna að finna hvaða Íslendingar hafa fengið boð áður og hafa þeir fundið eftirfarandi nöfn, ef einhverjir hafa upplýsingar um fleiri iðkendur þá væri gaman að fá upplýsingar um það:
2005 – Brynjar Þór Björnsson, KR
2006 – Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík
2008 – Haukur Helgi Pálsson, Fjölni
2010 – Oddur Birnir Pétursson, Njarðvík
2016 – Hákon Örn Hjálmarsson, ÍR
2025 – Patrik Joe Birmingham, Njarðvík