18 okt. 2025

32 liða úrslit VÍS bikars karla hefjast í dag með leik KR b og Vals og á morgun er Laugdælir/Uppsveitir – Ármann á dagskrá. Mánudaginn 20. október fara fram sjö leikir og lýkur 32 liða VÍS bikarúrslitum karla með leik Hattar og Tindastóls þann 27. október. 

Hér má sjá alla leiki sem fara fram í 32 liða bikarúrslitum VÍS.

Einn leikur verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2, það er leikur Álftanes og Njarðvíkur sem er á dagskrá kl.19:15 mánudaginn 20. október.