13 des. 2025

16 liða úrslit VÍS bikarsins hefjast í dag með þremur leikjum í VÍS bikarkeppni kvenna og er leikur Vals og Keflavíkur í beinni útsendingu á RÚV2 kl.17:00.

Á morgun klárast 16 liða VÍS bikarúrslit kvenna með fimm leikjum og er leikur bikarmeistara Njarðvíkur og Íslandsmeistara Hauka í beinni útsendingu á RÚV2 kl.14:00. Einnig hefjast 16 liða VÍS bikarúrslit karla á sunnudeginum 14. desember með fjórum leikjum og er leikur ÍA-Keflavík í beinni útsendingu á RÚV2 kl.19:30.

16 liða VÍS bikarúrslitum lýkur síðan á mánudeginum 15. desember með fjórum leikjum og verður nágrannaslagur Stjörnunnar og Álftanes í beinni útsendingu á RÚV2 kl.19:30.

Hér fyrir neðan má sjá alla leiktíma í 16 liða VÍS bikarúrslitum.

VÍS bikar kvenna - leiktímar

VÍS bikar karla - leiktímar