.png)
16 jan. 2026
Framundan eru tvö þjálfaranámskeið hjá KKÍ.
KKÍ 1B (fjarnám) 27. janúar 2026
KKÍ 2B (fjarnám) 27. janúar 2026
Námskeiðin verða haldin náist lágmarksskráning.
-------------
KKÍ 1B | fjarnámskeið | hefst 27. janúar
KKÍ þjálfari 1B er kennt í fjarnámi og hefst 27. janúar 2026.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Í þessum hluta er meðal annars farið í:
- verkefni varðandi leikreglur í körfubolta. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi - mótafyrirkomulag KKÍ - sögu körfuboltans
- skipulag æfinga
- fyrirlestur um þjálfun á Youtube
- grein um þjálfun körfubolta
Þátttakendur geta unnið flest verkefnin á sínum hraða, en öllum þátttum námskeiðsins skal lokið eigi síðar en 12. apríl 2026. Nemendur í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir tíma í verkefnavinnu og ekki verður tekið við verkefnum eftir lokadag námskeiðsins.
Þátttökugjald fyrir 1B er 18.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.
-------------
KKÍ 2B | fjarnámskeið | hefst 27. janúar
KKÍ þjálfari 2B er kennt í fjarnámi og hefst 27. janúar 2026.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Í þessum hluta er meðal annars farið í:
- vettvangsnám
- heimsókn til þjálfara þar sem fylgst er með æfingum hjá tveimur þjálfurum í meistaraflokki og vinna verkefni með samanburð á aðferðum þjálfara
- þjálfarafyrirlestur á netinu þar sem unnið er verkefni upp úr fyrirlestri
- leikgreining þar sem þjálfari horfir á leik og greinir helstu atriði
- lesa grein um þjálfun og vinna verkefni upp úr því
- reglupróf II, þar sem þjálfari þarf að kynna sér leikreglurnar vandlega og leysa verkefni upp úr þeim
Þátttakendur geta unnið flest verkefnin á sínum hraða, en öllum þátttum námskeiðsins skal lokið eigi síðar en 10. maí 2026. Nemendur í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir tíma í verkefnavinnu og ekki verður tekið við verkefnum eftir lokadag námskeiðsins.
Þátttökugjald fyrir 2B er 32.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.


