
28 jan. 2026
KKÍ leitar af starfskrafti á skrifstofu sambandsins sem á að sjá um markaðs-og kynnningarmál. Um er að ræða nýtt stöðugildi. Frekari upplýsingar má sjá hérna í auglýsingu um starfið.
Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) - Markaðs- og kynningarfulltrúi
Markaðs- og kynningarfulltrúi ber ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum KKÍ. Hlutverk starfsins er fjölbreytt en meðal annars er það; að auka enn frekar útbreiðslu og sýnileika íþróttarinnar, fá fleiri samstarfsaðila að starfi KKÍ og aðildarfélaganna og tryggja faglega miðlun upplýsinga.
Markaðs- og kynningarfulltrúi er ný staða á skrifstofu KKÍ, því er um spennandi tækifæri að ræða fyrir réttan aðila að móta starfið og efla ennfrekar starf KKÍ og aðildarfélaganna.
Ábyrgðasvið:
- Mótun, framkvæmd og eftirfylgni markaðs- og kynningarstefnu KKÍ
- Markaðssetning og stuðningur við mótahald, afreks-og landsliðsmál
- Viðburðastjórnun og samræming á upplifun á mótum og landsleikjum á vegum KKÍ
- Gerð markaðs- og kynningaráætlunar fyrir innlend og alþjóðleg verkefni
- Skipulag, utanumhald og stjórnun á 3x3 götuboltamótum (streetball)
- Samningar og þjónusta við samstarfsaðila
- Vöru- og þjónustuþróun, sölumál og samskipti við hagsmunaaðila
- Ábyrgð á vefsíðu og samfélagsmiðlum KKÍ
Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 16 febrúar 2026 .
Frekari upplýsingar gefur Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ hannes.jonsson@kki.is


