Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld!

9 nóv. 2017Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 19:15. Leikir kvöldsins​: Keflavík-Tindastóll · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Þór Ak.-Njarðvík · Sýndur beint á thorsport.is Haukar-Höttur · Sýndur beint á HaukarTV.is Þór Þ.-ÍR Lifandi tölfræði frá öllum leikjunum á kki.is #korfubolti ​Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Undankeppni HM 2019 - 12 manna landsliðshópur fyrir nóvember

9 nóv. 2017Íslenska karlalandsliðið mun hefja leik í undankeppni HM 2019 með tveimur leikjum í nóvember. Um er að ræða nýtt fyrirkomulag og nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður. Fyrsti leikurinn hjá strákunum fer fram í Tékklandi gegn Tékkum föstudaginn 24. nóvember og síðan hér heima í Laugardalshöll gegn Búlgaríu þann 27. nóvember. Lokakeppnin sjálf fer svo fram í Kína eftir tvö ár.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna kynnt til leiks

8 nóv. 2017Í hádeginu í dag hélt KKÍ blaðamannafund og var með opna æfingu hjá landsliði kvenna í kjölfarið. Fjölmiðlar mættu og fengu upplýsingar um verkefnið framundan og ræddu við leikmenn og þjálfara. Riðill stelpnanna verður krefjandi en bæði Slóvakía og Svartfjallaland léku á lokamóti EM kvenna í sumar auk þess sem búast má við að Bosnía tefli fram góðu liði. Ísland mun hafa15 leikmenn í æfingahóp fyrir leikina tvo í nóvember, þann 11. hér heima gegn Svartfjallalandi og svo þann 15. nóvember í Slóvakíu.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 08.11.2017

8 nóv. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.​Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Dregið í 8-liða úrslit

7 nóv. 2017Í dag var dregið í 8-liða úrslit Maltbikars karla og kvenna.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Dregið í 8-liða úrslit í hádeginu í dag

7 nóv. 2017Í dag verður dregið í 8-liða úrslit Maltbikars karla og kvenna. Dregið verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugarda kl. 12:15 og verður drættinum tístað benit á Twitter reikningin KKÍ, undir @kkikarfa og #maltbikarinn Liðin sem verða í skálinni góðu í dag: 8-liða úrslit karla: Haukar, Breiðablik, KR, ÍR, Keflavík, Njarðvík, Tindastóll og Höttur. 8-liða úrslit kvenna: Breiðablik, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, Skallagrímur, Snæfell og Valur. #maltbikarinnMeira
Mynd með frétt

Ísland-Svartfjallaland: Miðaafhending til korthafa

6 nóv. 2017Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram fyrir landsleikinn á laugardaginn þegar íslenska kvennalandsliðið okkar mætir Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni kl. 16:00. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í undankeppni EuroBasket Women 2019. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn.Meira
Mynd með frétt

Maltibikarinn · Lokaleikir 16-liða úrslitanna í kvöld, NJA-GRI í beinni á RÚV2

6 nóv. 2017Í kvöld fara fram fjórir leikir í Maltbikarnum hjá körlunum. RÚV 2 verður í Ljónagryfjunni í Njarðvík og sendir beint út leik Njarðvíkur og Grindavíkur kl. 19:30. Þetta eru síðustu leikirnir í 16-liða úrslitunum og á morgun þriðjudag verður dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna en 16-liða úrslitum kvenna lauk um helgina.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · 16 liða úrslit karla og kvenna í dag

5 nóv. 2017Í dag fara fram tveir leikir hjá körlum og tveir leikir hjá konum í 16-liða úrslitum Maltbikarsins. RÚV sýnir beint frá Smáranum frá leik Breiðabliks og Hauka kl. 16:00.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · 16-liða úrslit kvenna í dag

4 nóv. 2017Í dag fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum Maltbikarsins hjá konunm. Á Akureyri tekur Þór Ak. á móti Snæfell kl. 14:00 og í Grindavík mætir Keflavík í heimsókn kl. 15:00. Lifandi tölfræði frá báðum leikjunum á kki.is. #maltbikarinnMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Keflavík-Þór Þ. beint á Stöð 2 Sport

3 nóv. 2017Einn leikur fer fram í kvöld í Domino's deild karla og það er leikur Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn sem fram fer í TM höllinni í Keflavík. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. Körfuboltakvöld​ Kl. 22:00 er svo komið að Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport en þá fara sérfræðingar deildarinnar yfir gang mála og kryfja ýmis atriði og sýna helstu tilþrifin. #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn í kvöld · 2 leikir

3 nóv. 2017Í kvöld hefjast 16-liða úrslit karla og kvenna í Maltbikarnum með tveim leikjum. Í Dalhúsum mætast hjá konunum Fjölnir og Skallagrímur kl. 19:15 en þetta eru fyrstur leikir liðanna í keppninni í ár. Alls eru 13 lið skráð til leiks hjá konunum og verða því fimm viðureignir í þessari umferð og þrjú lið sitja hjá fyrir 8-liða úrslitin. Hjá körlum mætast í DHL-höllinni kl. 20:00 lið KR-b og Breiðabliks. Bæði lið hafa leikið einn leik í 32-liða úrslitunum og munu nú keppast um að eiga sæti í 8-liða úrslitum keppninnar eftir leik kvöldsins. Báðir leikirnir verða í lifandi tölfræði á kki.is #maltbikarinn #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Körfubolti á RÚV í nóvember · 4 landsleikir og 2 bikarleikir

3 nóv. 2017Það verður nóg um körfubolta á RÚV í nóvember en sýnt verður frá tveim leikjum í 16-liða úrslitum, einum hjá konunum og einum hjá körlunum. Landslið Íslands hefja bæði leik í landsliðsgluggum í nóvember og leika þau bæði heima og að heiman. RÚV sýnir alla landsleikina beint á RÚV eða RÚV2. Dagskráin í nóvember: Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · 5 leikir

2 nóv. 2017Í kvöld verður nóg um að vera í Domino's deild karla um allt land en fimm leikir verða á dagskránni og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stjarnan-ÍR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá Ásgarði. Meira
Mynd með frétt

Pétur og Sigmundur að störfum í Evrópu

1 nóv. 2017Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari, og Pétur Hrafn Sigurðsson, FIBA eftirlitsmaður voru á ferð í Evrópu í vikunni að sinna störfum fyrir FIBA. Í gærkvöldi dæmdi Sigmundur leik belgíska liðsins Proximus Spirou og ísraelska liðsins Bnei Rav-Bariach Herzliya en leikið var í Belgíu. Heimamenn unnu með fjórum stigum í hörku Meira
Mynd með frétt

Sjónvarpsleikir í nóvember

1 nóv. 2017Búið er að ákveða næstu sjónvarpsleiki í nóvember mánuði í Domino´s deildunum. Í september var tilkynnt hvaða leikir yrðu í beinni á föstudögum fram að áramótum.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 01.11.2017

1 nóv. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir fjögur mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Valur-Stjarnan í beinni á Stöð 2 Sport

1 nóv. 2017Heil umferð fer fram í kvöld í Domino's deild kvenna og því fjórir leikir á dagskránni í kvöld. Stöð 2 Sport verður að Hlíðarenda og sýnir leik Vals og Stjörnunnar kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. Leikir kvöldsins: Meira
Mynd með frétt

Leikdagar í 16-liða úrslitum Maltbikars karla og kvenna

27 okt. 2017Leikdagar eru klárir í 16-liða úrslitum Maltbikars karla og kvenna.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · EM 2019

27 okt. 2017Undankeppni EuroBasket kvenna, EM 2019, hefst þann 11. nóvember með heimaleik landsliðsins í Laugardalshöllinni. Þá kemur sterkt lið Svartfjallalands í heimsókn en Ísland leikur í fjögurra liða riðli ásamt Svartfjallalandi, Bosníu og Slóvakíu. Um er að ræða mjög sterkan riðil og léku til að mynda Svartfjallaland og Slóvakía á EM kvenna nú í sumar. Leikið verður í landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 6.-16. nóvember og verða leikdagar eftirtaldir:Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira