4 maí 2024Á morgun, sunnudaginn 5. maí, hefjast lokaúrslit 1. deildar karla þegar ÍR og Sindri leika um laust sæti í efstu deild karla að ári. KR tryggði sér sigur í deildarkeppninni og fór beint upp en næstu lið á eftir léku um hitt sætið sem í boði er.
ÍR er með heimavallarréttinn og því fer fyrsti leikurinn fram í Skógarselinu og síðan leika liðin til skiptis á Höfn og í Skógarselinu þar til annað liðið hefur tryggt sér þrjá sigra í seríunni.
Meira