5 des. 2017Íslenska kvennalandsliðið mun halda til Lúxemborgar í boði körfuknattleikssambandsins þar í landi sem hafa boðið íslenska liðinu á æfingamót sem fram fer dagana 27.-29. desember. Á mótinu leika heimastúlkur frá Lúxemborg ásamt U20 ára liði Hollands.
Liðið heldur út þann 27. des. og mun vera við æfingar og leika æfingaleiki fram að brottför heim þann 30. des.
Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir hafa valið 13 leikmenn til að taka þátt í mótinu en þar á meðal eru tveir nýliðar, þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir, báðar frá Breiðablik.
Leikmannahópur Íslands á æfingamótinu:
Meira