Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Tap gegn Danmörku og Lúxemborg hjá U16 kvk

9 ágú. 2016Stelpurnar í u16 hafa spiluðu tvo leiki til viðbótar á síðustu dögum á EM í Rúmeníu, gegn Danmörku á sunnudaginn og gegn Lúxemborg í dag. Leikurinn gegn Danmörku var jafn til að byrja með og vorum við 1 stigi undir eftir 1. Leikhluta. En í 2. og 3. leikhluta gáfu Danirnir í og voru 18 stigum yfir fyrir seinasta leikhlutann. Því miður var það of mikið fyrir íslensku stelpurnar og endaði leikurinn 66-46 fyrir Danmörku. Stigahæst var Birna Benónýsdóttir með 17 stig og Hrund Skúladóttir með 13 stig og 13 fráköst.Meira
Mynd með frétt

Stórsigur og tap í fyrstu tveim leikjum u16 kvk

6 ágú. 2016Stelpurnar í u16 spiluðu sinn fyrsta leik í B-deild EM í gær og var sá leikur gegn Albaníu. Fljótlega í 1. leikhluta varð ljóst að íslensku stelpurnar voru mun betri á öllum sviðum leiksins og eingöngu spurning um hvort þær myndu halda einbeitingu út leikinn. Stelpurnar voru mjög ákveðnar strax í upphafi leiks og þær sem komu inn af bekknum mætu af sama krafti á parketið. Stórsigur var því staðreynd, 105-38 þar sem allar íslensku stelpurnar komust á blað. Meira
Mynd með frétt

Rio 2016 · Keppni í körfubolta kvenna á RÚV og karla á Stöð 2 Sport

6 ágú. 2016RÚV ætlar að sýna nokkra leiki frá Ólympíuleikunum í Rio sem hófust formlega í gær. Leikarnir bjóða upp á hágæða körfubolta með öllum bestu kvennalandsliðum heims sem etja saman kappi. Þar verður draumalið Bandaríkjanna auðvitað fremst í flokki en ekki má gleyma landsliðum Serbíu og Frakklands sem hafa verið í fremstu röð að undanförnu. Keppni karla verður sýnd á Stöð 2 Sport en þar eru Bandaríkin með ógnarsterkt lið en sömu sögu er að segja af liði Spánverja á leikunum. Liðin hafa á undanförnum leikum iðulega leikið úrslitaleikinn og verður fróðlegt að sjá hvernig leikar fara í ár.Meira
Mynd með frétt

EM U16 stúlkna hefja leik í dag · U18 karla leika í umspili

5 ágú. 2016Stelpurnar okkar í U16 ára landsliði stúlkna hefja leik á EM í Rúmeníu í dag en þá mæta þær Albaníu kl. 17:15 að íslenskum tíma. Hægt er að sjá allt um mótið þeirra og fylgjast með lifandi tölfræði allra leikja á síðu mótsins: Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · 16 manna æfingahópur 2016

4 ágú. 2016Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið þá 16 leikmenn sem koma til með að mynda loka æfingahóp landsliðs karla í ár. Framundan eru sex landsleikir í undankeppni EM fyrir EuroBasket 2017 þar sem leikið verður tvíveigis gegn Sviss, Kýpur og Belgíu. 16 manna leikmannahópur Íslands: (í stafrófsröð og leikmenn í liðum skv. félagatali KKÍ)Meira
Mynd með frétt

EM U16 stúlkna · Hópurinn lagður af stað til Rúmeníu

3 ágú. 2016U16 ára lið stúlkna lagði af stað í gærkvöldi frá Íslandi til borgarinnar Oradea í Rúmeníu þar sem þær munu keppa í Evrópukeppni FIBA.Meira
Mynd með frétt

Sigmundur dæmdi 8 leiki í Grikklandi

2 ágú. 2016Sigmundur Már Herbertsson var með U20 liði Íslands í Grikklandi í B deildinni. Þar dæmdi hann einn leik á dag og öðlaðist enn meiri reynslu sem er þó orðin töluverð á þeim bænum. Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Ísland - Bosnia

31 júl. 2016Ísland leikur sinn síðasta leik á EM í kvöld á móti Bosníu kl. 16:45 á íslenskum tíma. Þessi leikur er um þriðja sætið á mótinu. Er þetta besti árangur sem yngra landslið kvenna hefur náð á EM. Liðin mættust í riðlakeppninni og vann Bosnía þann leik með 17 stigum. Íslensku stelpurnar eru klára í slaginn og ætlar ekki að láta leikinn endurtaka sig og eru þær staðráðnar í því að sigra. Allir leikmenn Íslands eru heilir. Meira
Mynd með frétt

EM U 18 kvenna: Naumt tap gegn Grikkjum í kvöld

30 júl. 2016Ísland mætti Grikklandi í kvöld í undanúrslitum á EM kvenna U 18 ára. Grikkland hafði unnið alla sína leiki en Ísland tapað einum. Því var ljóst að hörkuleikur væri framundan. Ísland byrjaði leikinn betur og komust í 8 - 0. Fyrsti leikhlutin endaði 19 - 11 fyrir Íslandi. Grikkir komu svo ákveðnar til leiks í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 29 - 28 fyrir Íslandi. Hitinn í íþróttahúsinu var nærri ópbærinlegur og því erfiðar aðstæður sem stelpurnar voru að spila í.Meira
Mynd með frétt

EM U 18 kvenna: 4 liða úrslit í kvöld Ísland - Grikkland

30 júl. 2016Ísland leikur á móti Grikklandi í fjögraliða úrslitum í kvöld kl. 19:00 á íslenskum tíma. Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Sigur á Hvíta Rússlandi

29 júl. 2016Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði Hvíta Rússland af velli í dag 85-68 og tryggðu sér þar með sæti í fjögra liða úrslitum. Árangurinn hjá stelpunum er sá besti sem 18 ára landslið Íslands í körfubolta hefur náð. Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: 8 liða úrslit hefjast í dag. Ísland - Hvíta Rússland

29 júl. 20168 liða úrslit EM U 18 kvenna hefjast í dag. Ísland leikur á móti Hvíta Rússlandi í kl.14:30 á íslenskum tíma.Meira
Mynd með frétt

EM U18 karla: Fyrsti leikurinn í dag

29 júl. 2016Í dag hefst EM hjá U18 karla í Skopje í Makedóníu. Okkar menn, sem urðu Norðurlandameistarar í júní, eru brattir en fyrsti leikur er gegn Lúxemborg kl. 15:30 að íslenskum tíma. Liðið æfði í gær og strákarnir fengu að kynnast því aðeins að það er mjög heitt í Skopje um þessar mundir. Auk Lúxemborg er Tékkland, Danmörk, Eistland og Hollend með okkar mönnum í riðli.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Ísland - Hvíta Rússland í 8 liða úrslitum

28 júl. 2016Ísland leikur á móti Hvíta Rússlandi á morgun kl.14:30 á íslenskum tíma í 8 liða úrslitum. Meira
Mynd með frétt

Bylting fyrir Afreksstarfið - Nýr samningur undirritaður í morgun

28 júl. 2016Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Komnar í 8 liða úrslit eftir sigur á Finnum

27 júl. 2016Fjórði og síðasti leikur riðlakeppnarinnar á EM U18 kvenna fór fram í dag. Ísland spilaði á móti nýkrýndum Norðurlandameisturum, Finnlandi. Með sigri gat íslenska liðið tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Fyrsta tap á EM

26 júl. 2016Þriðji​ leikur Íslands á EM u 18 kvenna fór fram í dag hér í Bosniu við lið gestgjafanna.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Annar leikur í dag.

25 júl. 2016U 18 kvenna leikur sinn annann leik á mótinu í dag á móti Rúmeníu kl. 12:15 á íslenskum tíma.Meira
Mynd með frétt

EM U20: Úrslitaleikurinn gegn Svartfjallalandi í kvöld

24 júl. 2016Ísland mætir Svartfjallalandi í úrslitaleik um á EM U20 liða í B-deild í kvöld kl. 18:00.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Hefja leik í dag

23 júl. 2016Núna kl. 12:15 hefja stelpurnar okkar leik á EM í Bosníu og er fyrsti leikurin gegn Portúgal.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira