3 nóv. 2020Framundan er landsleikjagluggi hjá landsliði kvenna í körfuknattleik sem er liður í undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021, og undirbýr liðið sig eftir eins og hægt er fyrir brottför. Eins og allir vita er æfingabann í augnablikinu sem gerir allan undirbúning erfiðari, en biðlað hefur verið til yfirvalda um undanþágu fyrir 11 leikmenn hér á landi til einstaklingsæfinga innandyra sem myndi hjálpa liðinu mikið.
Eina breytingu þurfti að gera á liðsskipan landsliðsins en Hildur Björg Kjartansdóttir, Val, er ennþá meidd og verður ekki leikfær þegar haldið verður út. Hún hefur verið að glíma við brot á þumalfingri, og hefur bataferlið verið hægara en vonir stóðu til. Í staðinn hefur Benedikt Guðmundsson þjálfari boðað Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur frá Keflavík inn í hópinn til að leysa leikstöðu Hildar Bjargar. Salbjörg Ragna á að baki sex landsleiki.
Meira