11 jan. 2021Mótanefnd og stjórn KKÍ hafa samþykkt það fyrirkomulag mótahalds sem unnið verður út frá á vordögum.
Reglugerð heilbrigðisráðherra sem gefin var út föstudaginn 8. janúar sl. opnaði á æfingar allra aldursflokka sem og keppni, að undangengnum ákveðnum skilyrðum. Þetta er mikið fagnaðarefni, en á sama tíma fylgir þessu mikil ábyrgð. Núverandi takmarkanir gilda til og með 17. febrúar 2021. Mótanefnd hefur ákveðið hvernig haga skuli keppni neðri deilda í framhaldinu.
Sérstök athygli er vakin á því að áhorfendabann gildir í keppni allra flokka og deilda. Félög eru því hvött til að senda út alla leiki í gegnum Facebook, Youtube eða aðra miðla. Hverju liði yngri flokka og neðri deilda má fylgja einn þjálfari og einn liðsstjóri, auk þeirra leikmanna sem leika hverju sinni.
Meira