Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

32 liða VÍS bikarúrslit karla

20 okt. 202432 liða úrslit VÍS bikars karla verða leikin í dag og á morgun. Hér má sjá alla leiki sem fara fram í 32 liða bikarúrslitum VÍS. Einn leikur verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV, það er leikur ÍR og Vals sem er á dagskrá kl.19:15 í kvöld.Meira
Mynd með frétt

Ný dómarafræði og fleira frá dómaranefnd

17 okt. 2024Áherslur dómaranefndar, ný dómarfræði frá FIBA og þjálfaraáskorun leyfð.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið laugardaginn 19. október

9 okt. 2024Þann 19. október 2024 stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Leiðbeinandi verður Bónusdeildar dómarinn Birgir Hjörvarsson. Námskeiðið hefst kl. 9:00 og stendur fram til kl. 17:00. Meira
Mynd með frétt

1.deild kvenna hefst í kvöld

4 okt. 2024Í kvöld hefst keppni í 1. deild kvenna þetta tímabilið með einum leik þegar Ármann og Selfoss mætast í Laugardalshöll kl.18:00. Á morgun mætast síðan Stjarnan u og Fjölnir kl.16:00 og Keflavík b fær ÍR í heimsókn kl.17:00. Sjáumst á vellinum! Meira
Mynd með frétt

1. deild karla hefst í kvöld

3 okt. 2024Í kvöld hefst keppni í 1. deild karla þetta tímabilið með einum leik þegar Selfoss fær Þór Ak. í heimsókn. Annað kvöld fara síðan fimm leikir fram, Breiðablik tekur á móti KFG kl.17:45, Hamar fær KV í heimsókn, Fjölnir og Snæfell mætast í Dalhúsum, ÍA heldur á Hornafjörð og mætir Sindra og hefjast allir leikirnir kl.19:15. Lokaleikur umferðarinnar hefst síðan kl.20:30 þegar Ármann og Skallagrímur mætast í Laugardalshöll.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 2 OKTÓBER 2024

3 okt. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Bónus deild karla hefst í kvöld

3 okt. 2024Í kvöld hefst keppni í Bónus deild karla þetta tímabilið með fjórum leikjum. Tindastóll fær nýliða KR í heimsókn, Þór Þ. taka á móti Njarðvík, Álftanes fær Keflavík í heimsókn, Höttur heimsækir Hauka. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 og eru í beinni útsendingu. Annað kvöld eru það svo Stjarnan sem taka á móti Valsmönnum kl.19:00 og nýliðar ÍR mæta til Grindavíkinga í Smáranum kl.20:15 og eru leikirnir í beinni útsendingu.Meira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði

2 okt. 2024Eins og einhverjar hafa eflaust tekið eftir hafa verið smá hnökrar á því að hægt sé að opna tengla á lifandi tölfræði nú í fyrstu leikjunum. Nú er vonandi búið að leysa það vandamál og því ættu allir að geta smellt á leiki kvöldsins og framtíðarinnar á kki.is og fylgst með tölfræðinni í beinni.Meira
Mynd með frétt

Bónus deild kvenna hefst í kvöld

1 okt. 2024Í kvöld hefst keppni í Bónus deild kvenna þetta tímabilið með þremur leikjum. Haukar fá nýliða Hamars/Þórs í heimsókn, Njarðvík tekur á móti Grindavík og Þór Ak. heimsækja Val í N1 höllina. Annað kvöld er síðan nýliðaslagur þegar Aþena og Tindastóll mætast og Stjarnan tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Allir leikir hefjast kl.19:15 og eru í beinni útsendingu.Meira
Mynd með frétt

Keflavík Meistari Meistaranna 2024

29 sep. 2024Bikarmeistararnir í Keflavík sigruðu Íslandsmeistaranna í Val í Blue höllinni á laugardaginn, leikurinn endaði 98-88 Keflavík í vil. Meira
Mynd með frétt

Þór Akureyri Meistarar Meistaranna 2024

29 sep. 2024Leikurinn fór fram í Blue höllinni í Keflavík á laugardaginn og voru lokatölur 82-86 Þór Akureyri í vil. Keflavík eru ríkjandi deildar, bikar- og Íslandsmeistarar en þær spiluðu við Þór sem þær mættu einnig í úrslitum bikarkeppninnar. Meira
Mynd með frétt

Meistari meistaranna: Lifandi tölfræði liggur niðri en hægt er að nálgast linka hér

28 sep. 2024Nú er í gangi leikur Keflavíkur og Þórs Akureyri í körfubolta kvenna og kl. 19 byrjar leikur Vals og Keflavíkur í Meistari Meistaranna sem fer fram í Blue höllinni í Reykjanesbæ. Lifandi tölfræði liggur niðri en fyrir ykkur sem viljið fylgjast með eru linkar hér í frétt.Meira
Mynd með frétt

Spá Bónus deilda og 1. deilda | tímabilið 2024-2025

27 sep. 2024Spá fyrir Bónus og 1. deildir var kynnt núna í hádeginu á Grand Hótel. Forsvarsmenn liða í 1. deild kvenna gera ráð fyrir að KR vinni sér sæti í Bónus deild kvenna og í 1.deild karla tryggir Hamar sér aftur sæti á meðal þeirra bestu í Bónus deildinni. Ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur og Vals er spáð Íslandsmeistaratitlinum vorið 2025.Meira
Mynd með frétt

Kynningarfundur Bónus deilda í dag

27 sep. 2024Kynningarfundur Bónus deilda verður haldinn í hádeginu í dag, en honum verður streymt beint á visir.is. Á fundinum verður kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í 1. deildum, spá fjölmiðla fyrir Bónus deildir og spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í Bónus deildum.Meira
Mynd með frétt

32 liða úrslit karla í VÍS bikar Karla

25 sep. 2024Dregið var í 32 liða úrslit karla í Laugardalnum í dag. 32 liða úrslitin verða leikin dagana 20.-21. október nk. og dregið verður í 16 liða VÍS bikarúrslit karla og kvenna miðvikudaginn 23.október. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 18.-23.mars 2025 í Smáranum, þar sem undanúrslit kvenna verða leikin þriðjudaginn 18. mars og undanúrslit karla miðvikudaginn 19. mars. VÍS bikarúrslit eru leikin laugardaginn 22. mars í Smáranum, konurnar eiga fyrri leikinn og karlarnir þann seinni.Meira
Mynd með frétt

Dregið verður í 32 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla í dag kl. 12:15 í beinni

25 sep. 2024Dregið verður í 32 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla í Laugardalnum í dag kl.12:15. Eftirfarandi lið verða í pottinum þegar dregið verður í 9 viðureignir. Bikardrátturinn verður í beinu streymi á Facebook síðu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 19 SEPTEMBER 2024

19 sep. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið á næstunni - skráning

17 sep. 2024Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og KKÍ 2B. Námskeiðin hefjast mánudaginn 30. september. Skráningu lýkur á kl. 12:00 fimmtudaginn 26. september.Meira
Mynd með frétt

Leikreglubreytingar frá FIBA

16 sep. 2024Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, sendi á dögunum frá sér nýja útgáfu af leikreglum sínum þar sem nokkrar breytingar eru á reglum leiksins sem tóku gildi hér á Íslandi við upphaf Íslandsmóts.Meira
Mynd með frétt

KKÍ hvetur alla að kynna sér WNBA með Helenu Sverris og Klefanum

10 sep. 2024Klefinn og Helena Sverris bjóða í WNBA áhorfs party 15. september. Leikur Indiana Fever og Dallas Wings hefst klukkan 19:00, en viðburðurinn byrjar kl. 18:30. Helena Sverris ásamt fleirum munu fara yfir leikinn og helstu leikmenn liðanna, en Caitlin Clark ein stærsta stjarna WNBA leikur með Indiana Fever.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira