15 maí 2019Craig Pedersen, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfarar landsliðs karla, hafa kallað saman 16 leikmenn til æfinga fyrir Smáþjóðaleika 2019 en þeir fara að þessu sinni fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí - 1. júní.
Liðið hóf æfingar á mánudaginn í Ásgarði í Garðabæ. Finnur Freyr og Baldur Þór munu stýra liðinu á æfingum og á mótinu í lok mánaðarins.
Eftir næstu helgi verður svo hópurinn minnkaður niður í endanlegt 12 manna lið.
Nokkrir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og þar á meðal eru nokkrir sem ennþá eru að spila eða í verkefnum með sínum liðum. Smáþjóðaleikarnir eru ekki innan keppnisdagatals FIBA sem orsakar skörun við félagslið í dagatali hjá þeim sem leika sem erlendis.
Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Meira