Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 03.febrúar 2021

3 feb. 2021 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Kristinn Óskarsson kominn með 800 leiki í efstu deild karla!

1 feb. 2021Í kvöld mun Kristinn Óskarsson ná þeim stóra áfanga að dæma sinn 800. leik í efstu deild karla, þegar hann dæmir leik Grindavíkur og Stjörnunnar, og er þá aðeins átt við deildarkeppni, ekki úrslitakeppni.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna ferðaðist út í morgun · Tveir landsleikir í næstu viku

30 jan. 2021Íslenska kvennalandsliðið hélt af stað í dag í landsliðsgluggann sem framundan er í Ljubljana í Slóveníu. Vegna takmarkaðra möguleika í flugsamgöngum hélt hópurinn af stað í dag og flaug með Icelandair til Amsterdam og dvelur nú á flugvallarhóteli þar í góðu yfirlæti. Hópurinn ferðast svo á morgun á áfangastað og tekur sína fyrstu æfingu seinnipartinn á morgun í Ljubljana. KKÍ þakkar Icelandair og VITA fyrir mikla og góða aðstoð við að koma ferðlaginu heim og saman og liðinu til og frá keppni í þennan febrúar glugga.Meira
Mynd með frétt

KKÍ og Atlas endurhæfing · Diplomanáms í sjúkraþjálfun fyrir körfuknattleik

30 jan. 2021Um síðustu helgi stóðu KKÍ og Atlas endurhæfing fyrir sérstöku Diploma námskeiði fyrir sjúkraþjálfara sem var sérmiðað að Körfuknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakt námskeið er haldið sérmiðað og eingöngu með körfuknattleik sem viðfangsefni að því er best vitað og er KKÍ eitt af fyrstu sérsamböndunum til að koma á fót þessu verkefni. Vonir standa til að allir þeir sjúkraþjálfarar sem fari í verkefni fyrir KKÍ hafi staðiðst námskeiðið. Meira
Mynd með frétt

KKÍ 60 ára · 29. janúar 2021

29 jan. 2021Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki.Meira
Mynd með frétt

Keppt um VÍS BIKARINN!

28 jan. 2021VÍS er nýr bakhjarl Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Þrátt fyrir óvissu vegna alheimsfaraldursins er það gleðiefni að framundan sé bikarkeppni KKÍ en þá verður barist um VÍS BIKARINN. Því er ljóst að körfuboltinn verður rauðari en hann hefur nokkurn tímann verið!Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 27. janúar 2021

27 jan. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Höttur-Tindastóll seinkað um 45 mínútur

25 jan. 2021Leik Hattar og Tindastóls hefur verið seinkað um 45 mínútur og hefst kl. 19:15 í kvöld.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · 4 leikir

25 jan. 2021Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla. Tveir leikjanna eru þeir sem fresta þurfti í gær og svo voru tveir aðrir leikir á dagskránni. Stöð 2 Sport sýnir fyrst beint frá Þór Þ.-ÍR í Þorlákshöfn kl. 18:15 og svo Keflavík-Grindavík kl. 20:15. Þá verða Höttur með netútsendingu á leiknum sínum gegn Tindastól og sömuleiðis Þór Akureyri sem fá KR í heimsókn.Meira
Mynd með frétt

Frestað á Akureyri og Egilsstöðum

24 jan. 2021KKÍ hefur frestað tveimur leikjum vegna færðar í Domino's deild karla í dag.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · Fjórir leikir á dagskránni

23 jan. 2021Heil umferð fer fram í Domino's deild kvenna í dag og kvöld með fjórum leikjum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum í dag en það eru leikir Skallagríms og Fjölnis og svo Keflavíkur og Vals. Þá verður KRTV með útsendingu frá leik KR og Hauka í Vesturbænum. Minnum á að því miður er áhorfendabann áfram í gildi skv. sóttvarnarlögum en stuðningsmenn geta keypt "miða á leikinn" og þannig stutt við bakið á sínu liði þó það sé ekki hægt að mæta á völlinni. Miðasala á alla leiki er í gegnum Stubb-appið.Meira
Mynd með frétt

Tveimur leikjum frestað í 1. deild kvenna

23 jan. 2021Mótanefnd hefur frestað tveimur leikjum vegna færðar í 1. deild kvenna.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld!

22 jan. 2021🍕 Domino's deild karla 🗓 Fös. 22. janúar 🖥 LIVEstatt á kki.is á sínum stað ⏰ 17:00 📺 Upphitun Domino's Körfuboltakvöld ⏰ 18:15 🏀 STJARNAN-ÞÓR Þ. ➡️📺 Beint á Stöð 2 Sport ⏰ 20:15 🏀 NJARÐVÍK-KEFLAVÍK ➡️📺 Beint á Stöð 2 Sport ⏰ 22:10 📺 Domino’s Körfuboltakvöld 📲#korfubolti 📲#dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTÖÐUR AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 20.Janúar 2021.

22 jan. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Domino's deildin · Fjórir leikir í kvöld

21 jan. 2021Fjórir leikir verða á dagskránni í kvöld og verða tveir í beinni á Stöð 2 Sport og tveir verða sýndir í netútsendingum félaganna. Stöð 2 Sport sýnir kl. 18:15 ÍR-Þór Akureyri og svo Tindstól-Val kl. 20:15. KRTV.is sýnir KR-Hött kl. 19.15 og sömuleiðis er Grindavík með útsendingu á GrindavíkTV á leik sínum gegn Haukum kl. 19.15.Meira
Mynd með frétt

Nýjar Lyfjareglur 2021 · Gilda næstu sex árin

21 jan. 2021Þann 1. janúar 2021 tóku gildi nýjar Alþjóðalyfjareglur (World Anti-Doping Code 2021) sem gilda munu næstu sex (6) árin. Samhliða því tóku nýjar Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands gildi, en þær byggjast á Alþjóðalyfjareglunum. Þar sem Lyfjaeftirlit Íslands er sjálfstæð lyfjaeftirlitsstofnun, taka Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands við af Lögum ÍSÍ um lyfjamál og eru gildandi reglur í lyfjamálum á Íslandi.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Heil umferð í kvöld - Tveir leikir beint á Stöð 2 Sport

20 jan. 2021Heil umferð fer fram í kvöld í Domino's deild kvenna og verða tveir leikir beint á Stöð 2 Sport og hægt er að kaupa einn í netútsendingu félags. Lifandi tölfræði verður á sínum stað frá öllum leikjunum! Við minnum á að áhorfendabann er ennþá í gildi en hægt er að styðja félögin með því að kaupa miða á STUBB appinu á alla leiki!Meira
Mynd með frétt

Tveir leikir í Domino's deild karla í kvöld · Beint á Stöð 2 Sport

18 jan. 2021Tveir leikir eru á dagskránni í kvöld í Domino's deild karla og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Áfram eru engir áhorfendur leyfðir á leikjum og því er hægt að styrkja félögin og kaupa "sýndarmiða" á leikina á smáforritinu (hægt að nálgast það hérna á stubbur.app), fylgjast með lifandi tölfræði á kki.is og horfa á leikina á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins · Mánudagurinn 18. janúar 🏀 Haukar taka á móti Keflavík í kvöld kl. 18:15 í Ólafssal. 🏀 Valur tekur á móti KR í Origo-höllinni að Hlíðarenda kl. 20:15. 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

15 jan. 2021Í kvöld er komið að síðustu tveim leikjunum í Domino's deild karla í fyrstu umferðinni eftir hún fór af stað á ný. Báðir leikir kvöldsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. 🆚 Tveir leikir á dagskránni í kvöld! 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fös. 15. janúar 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 17:45 📺 Upphitun í Körfuboltakvöldi ⏰ 18:15 🏀 GRINDAVÍK-ÞÓR AK. ➡️ 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰ 20:15 🏀 KEFLAVÍK-ÞÓR Þ. ➡️ 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰ 22:10 📺 Domino’s Körfuboltakvöld í beinni! 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Liðið fyrir febrúar gluggann 2021

15 jan. 2021Framundan er landsleikjagluggi hjá landsliði kvenna í körfuknattleik og hefur Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari valið þá leikmenn sem leika í landsliðsglugganum, en hann er síðasta umferðin í undankeppninni fyrir EM, EuroBasket Women’s 2021. Leikirnir fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir í Slóveníu í Ljubljana í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðumlíkt. Íslenska liðið heldur utan 30. janúar til Slóveníu og æfir saman ytra í „bubblunni“ fyrir leikina en leikdagar verða 4. febrúar gegn Grikkjum og 6. febrúar gegn heimastúlkum í Slóveníu. Einn nýliði er í liðinu að þessu sinni en það er Ásta Júlía Grímsdóttir frá Val sem tekur þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni. Þrettán leikmenn voru valdar í verkefnið en Anna Ingunn Svansdóttir frá Keflavík er 13. leikmaður liðisins og mun æfa og ferðast með liðinu og vera til taks ef gera þarf breytingar á liðinu í verkefninu. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira