Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Tveimur leikjum frestað í Domino's deild kvenna

10 mar. 2021Tveimur leikjum sem vera áttu í kvöld hefur verið frestað í Domino's deild kvenna vegna veður. Þetta er annars vegar leikur Breiðabliks og Snæfells og hins vegar leikur Fjölnis og Skallagríms.Meira
Mynd með frétt

Uppfærðar sóttvarnarleiðbeiningar

10 mar. 2021Að beiðni yfirvalda hafa leiðbeiningar HSÍ og KKÍ um framkvæmd æfinga og leikja verið uppfærðar. Helstu breytingar snúa að því að frá 10. mars verður nauðsynlegt að allir áhorfendur verði í númeruðum sætum á leikvelli. Áhorfendur verða að vera í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki verður heimilt að skipta um sæti eða færa sig til í annað sæti á leikstað. Sætisnúmer skulu vera með í skráningu áhorfenda. Uppfærðar leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Drög að úrslitakeppni Domino's og 1. deilda birt

5 mar. 2021Drög að úrslitakeppni hafa nú verið birt í keppnisdagatali KKÍ, en áætlað er að úrslitakeppni hefjist að loknum bikarúrslitum.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 03. mars 2021

4 mar. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

54. Körfuknattleiksþing KKÍ

4 mar. 2021Laugardaginn 13. mars fer fram 54. Körfuknattleiksþing KKÍ í íþróttamiðstöðinni í LaugardalnumMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Heil umferð í kvöld

3 mar. 2021Fjórir leikir fara fram í Domino's deild kvenna í kvöld og verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport. Fyrri sjónvarpsleikurinn verður í Borgarnesi þar sem Skallgrímur og Breiðablik mætast kl. 18:15. Seinni leikur kvöldsins verður leikur Keflavíkur og Hauka í Reykjanesbæ kl. 20:15. Meira
Mynd með frétt

Áhorfendur á kappleiki

28 feb. 2021Ný reglugerð heilbrigðisráðherra opnaði á það að áhorfendur gætu mætt á kappleiki. Almennt gildir 50 manna samkomutakmörkun, en félög geta óskað eftir undanþágu sem veitir þeim heimild til að taka við einum áhorfanda á hverja 2m2 áhorfendastúku.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 24. febrúar 2021

25 feb. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Áhorfendur á leiki yngri flokka

24 feb. 2021KKÍ hefur gefið út uppfærðar leiðbeiningar um framkvæmd leikja í yngri flokkum.Meira
Mynd með frétt

Áhorfendur á kappleiki

24 feb. 2021Ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti leyfir nú áhorfendur á kappleikjum. Þrátt fyrir þær afléttingar, þá á eftir að útfæra nokkur atriði úr reglugerðinni inn í leiðbeiningar HSÍ og KKÍ um æfingar og keppni. Unnið er að lausn og útfærslu leiðbeininga með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu, en meðan svo er gilda fyrri leiðbeiningar HSÍ og KKÍ um framkvæmd leiks.Meira
Mynd með frétt

Landsliðs karla: Sigrar sinn riðil í forkeppninni og leika næst í ágúst!

22 feb. 2021Íslenska karlalandsliðið er nú komið heim og leikmenn til sinna félaga í Evrópu eftir ferðlag í dag frá Kosovó. Ísland vann báða sína leiki í bubblunni í þessum landsliðsglugga en leikið var gegn Slóvakíu og Lúxemborg. Í hinum riðlinum fóru Portúgal og Hvíta-Rússland áfram ásamt Slóvakíu úr okkar riðli. Þessi fjögur lið fara í fjóra riðla og fá hvert tvö lið að auki úr undankeppni EuroBasket 2022 sem líkur í kvöld. Þá verður ljóst hvaða lið við eigum möguleika á að mæta í síðari umferð forkeppninnar sem fram fer í ágúst.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Lokaleikur riðilsins í dag gegn Lúxemborg

20 feb. 2021Í dag er komið að síðasta leik okkar drengja í fyrstu umferð forkeppninnar fyrir HM 2023 í bubblunni sem fram fer í Kosovó. Ísland er búið að tryggja sér sigur í riðlinum og mun því leika í ágúst í annari umferð undankeppninnar ásamt Portúgal og Hvíta-Rússlandi úr hinum riðli forkeppninnar ásamt átta löndum sem ekki komast beint á EuroBasket í undankeppninni sem stendur yfir á sama tíma. Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum þar sem tvö lið fara áfram í hina eiginlegu undankeppni HM. Liðskipan Íslands gegn Lúxemborg í dag verður eins og á fimmtudaginn fyrir utan eina breytingu sem er sú að Hjálmar Stefánsson kemur inn fyrir Ragnar Ágúst Nathanaelsson í leiknum í dag. Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Strákarnir mæta Slóvakíu í dag kl. 15:00

18 feb. 2021Í dag er komið að fyrri leik Íslands í febrúarglugganum í forkeppninni að undankeppni HM2023. Leikið er í Pristhina í Kosovó þar sem liðin fjögur í riðlinum, Ísland, Slóvakía, Kosovó og Lúxemborg eru öll saman komin og leika tvo leiki hvert. Á laugardaginn leika strákarnir okkar lokaleikinn sinn gegn Lúxemborg. Liðið hefur dvalið í góðu yfirlæti og æft vel síðustu daga. Mikil tilhlökkun er meðal leikmannanna að spila í dag og eru menn staðráðnir í að sækja sigur. Ísland er sem stendur efst í riðlinum en einn sigur myndi gulltryggja sæti í annari umferð sem fram fer í ágúst. Þá munu liðin sem leika yfir helgina í undankeppni EuroBasket 2022 og verða neðst í sínum riðlum koma inn í aðra umferðina og leika um að komast áfram í undankeppni HM sem hefst í haust.Meira
Mynd með frétt

Stelpur til fyrirmyndar!

15 feb. 2021Körfuknattleiksdeild Fjölnis vill koma á framfæri einlægum þökkum til allra sem mættu um helgina á MB11 ára Íslandsmót stúlkna.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Hópurinn kominn til Kosovó

15 feb. 2021Landslið karla ferðist um helgina til Pristina í Kosovo þar sem liðið hefur nú komið sér fyrir og tekur þátt í lokaumferð forkeppni HM 2023 í vikunni. Liðið flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og keyrði til Düsseldorf þar sem liðið gisti í góðu yfirlæti. Síðan var flogið daginn eftir til Kosovo. Leikmenn frá meginlandi Evrópu sem leika sem atvinnumenn erlendis ferðuðust einnig í gær og í dag til móts við þá 13 sem komu frá Íslandi. Ár er frá því að liðið var einnig í Kosovó og lék fyrsta leik sinn í riðlinum en eftir febrúar gluggann 2020 var leikið í Bubblu í nóvember líkt og nú. Ísland er sem stendur í efsta sæti síns riðils með 7 stig og þarf einn sigur til að gulltryggja sæti sitt áfram. Leikið verður gegn Slóvakíu á fimmtudaginn og Lúxemborg á laugardaginn. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV2 og RÚV.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 10.febrúar 2021

11 feb. 2021 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Lokaleikirnir í forkeppni HM2023 í febrúar

10 feb. 2021Íslenska karlalandsliði heldur að utan á laugardaginn kemur til Pristina í Kosovó til að taka þátt í landsliðsglugganum sem fram fer dagana 15.-21. febrúar. Leikið verður í sóttvarnar „bubblu“ sem FIBA setur upp eins og gert var í nóvember fyrir bæði karla- og kvennaliðin og nú aftur í febrúar hjá kvennaliðinu í Slóveníu. Leikmenn ytra og hér heima hafa verið í mótefnamælingum og skimunum í aðdraganda ferðarinnar skv. kröfum FIBA. Íslenska liðið leikur í þessum glugga tvo lokaleiki sína í riðlinum og mætir fyrst liði Slóvakíu og svo Lúxemborg. Fyrri leikurinn verður fimmtudaginn 18. febrúar gegn Slóvakíu og sá síðari gegn Lúxemborg laugadaginn 20. febrúar. Báðir leikirnir verða í benni útsendingu á RÚV.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Tap í lokaleikjunum tveimur í febrúar glugganum í Slóveníu

7 feb. 2021Íslenska kvennalandsliðið hefur nú lokið keppni í undankeppni EM 2021 og er að ferðast heim í dag og á morgun. Niðurstaðan var fjórða og síðasta sætið í A-riðli þar sem liðið varð fyrir neðan Búlgaríu og svo Grikkland og Slóveníu. Bæði Slóvenía og Grikkland unnu sér sæti á lokamóti EM, sem sýnir styrk riðilsins, og verður gaman að fylgjast með gengi þeirra á lokamótinu í sumar.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: SLÓVENÍA-ÍSLAND í dag kl. 16:00 · Beint á RÚV

6 feb. 2021Í dag kl. 16:00 er komið að síðasta leik kvennalandsliðsins í þessari undankeppni fyrir EuroBasket Women's 2021. Stelpurnar okkar mæta heimastúlkum frá Slóveníu en þær hafa unnið riðilinn og leika á lokamóti EM í sumar. Stelpurnar ætla að byggja ofan á það sem gekk vel í síðasta leik á fimmtudaginn gegn Grikkjum og eru staðráðnar í að klára keppnina á góðum leik í dag. Það fer vel um liðið úti og aðstæður og skipulag er til fyrirmyndar.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: ÍSLAND-GRIKKLAND í kvöld kl. 18:15

4 feb. 2021Í dag er komið að fyrri leik íslenska kvennalandsliðsins í febrúar-landsliðsglugganum sem fram fer í Ljubljana í Slóveníu. Ísland mætir í kvöld öflugu liði Grikkja kl. 18:15 að íslenskum tíma. Þetta er fyrri leikur Íslands í glugganum en liðið mætir heimastúlkum frá Slóveníu á laugardaginn. Báðir leikirnir verða í beinni á RÚV2 og RÚV. Leikurinn í dag verður krefjandi og hefur liðið undirbúið sig undir það. Staðan í riðlinum er þannig að Slóvenía tryggði sér sigur í nóvember sl. og þar með sæti á EuroBasket Women's 2021 í sumar. Liðin í öðru sæti riðlana eiga ennþá möguleika á að það tryggi þeim sæti á EM en þar skiptir besti árangur fimm bestu liðanna (af níu liðum í níu riðlum) máli. Það er því ljóst að stigamunur liða í +/- skiptir til dæmis máli. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira