Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Subway deild karla | tveimur leikjum frestað í kvöld

8 feb. 2024Tveimur leikjum hefur verið frestað í Subway deild karla í kvöld. Annars vegar leik Njarðvíkur og Breiðabliks og hins vegar leik Keflavíkur og Hattar. Þetta er gert þar sem heitt vatn er farið af Reykjanesbæ og búið er að lýsa yfir neyðarstigi á Suðurnesjum. Leikjunum verður fundinn nýr leiktími á næstunni.Meira
Mynd með frétt

FIBA Youth EuroBasket 2024 · Riðlakeppnin klár

6 feb. 2024Dregið var rétt í þessu í riðlakeppni EuroBasket yngri liða fyrir sumarið hjá U16, U18 og U20 liðunum. Búið er að nafnabreyta mótunum úr FIBA European Championship í FIBA Youth EuroBasket. Ísland á lið í öllum mótunum og verða í eftirfarandi riðlum en þau leika í B-deild nema U20 karla sem eru eina liðið í sumar sem leikur í A-deild, en þar eru eingöngu 16 bestu þjóðirnar ár hvert.Meira
Mynd með frétt

Yngri landsliðin · Dregið í EM-riðla í dag kl. 10:00

6 feb. 2024FIBA Europe mun draga í dag í alla riðla EM móta sumarsins hjá U16, U18 og U20 liðum drengja og stúlkna. Ísland á lið í öllum aldursflokkum drengja og stúlkna í sumar. Alls taka 244 lið þátt frá 47 löndum í mótunum 16. Keppt er í A, B og C riðlum í þessum þrem aldursflokkum með 128 drengja liðum og 116 stúlkna liðum. Íslensku liðin á EM: U20 karla leikur í A-deild í ár líkt og í fyrra og öll önnur lið Íslands eru í B-deildum í sínum aldursflokkum. Hægt er að sjá dagsetningar móta íslensku liðana hérna á kki.is.Meira
Mynd með frétt

VÍS Bikarinn · 4-liða úrslitin

5 feb. 2024Dregið var rétt í þessu í 4-liða úrslit VÍS Bikarsins 2024 og ljós er hvaða lið mætast í Laugardalshöllinni 19.-20. mars. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitaleikjunum laugardaginn 23. mars. Eftirfarandi lið drógust saman:Meira
Mynd með frétt

VÍS Bikarinn · Dregið í dag í 4-liða undanúrslit

5 feb. 2024Dregið verður í undanúrslit VÍS bikars karla og kvenna í dag mánudaginn 5. febrúar kl. 13:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Leikmenn og þjálfarar þeirra félaga sem eru í undanúrslitum verða á staðnum og drættinum verður streymt beint á facebook-síðu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Frestanir í 1. deildum karla og kvenna í dag

2 feb. 2024Sex leikjum hefur verið frestað í 1. deildum karla og kvenna í kvöld. Í 1. deild karla eru það Selfoss-Þór Ak., ÍA-Snæfell, Ármann-Sindri, KR-Hrunamenn og Skallagrímur-Þróttur. Í 1. deild kvenna er það ÍR-Tindastóll. Hægt er að sjá uppfærða leiktíma með því að smella á Meira.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 31 JANÚAR 2024

2 feb. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna | Njarðvík-Valur seinkað til kl. 20:15

31 jan. 2024Leik Njarðvíkur og Vals í Subway deild kvenna hefur verið seinkað til kl. 20:15 í kvöld vegna veðurs.Meira
Mynd með frétt

KKÍ 63 ára í dag

29 jan. 2024Í dag fögnum við 63 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Í tilefni af þessu hafa dugmiklir sjálfboðaliðar tekið sig til og skannað inn ársskýrslur KKÍ, sem nú er að finna á heimasíðunni undir Um KKÍ > Körfuknattleiksþing.Meira
Mynd með frétt

Yngri landsliðin: Æfingahópar liðanna fyrir febrúar æfingar

26 jan. 2024Landsliðsþjálfarar U15, U16, U18 og U20 landsliðanna hafa nú valið sína áframhaldandi æfingahópa og boðað leikmenn til næstu æfinga. Fyrstu æfingahóparnir voru boðaðir í desember þar sem stórir hópar leikmanna úr hverjum árgangi æfðu fyrir jólin og nú hafa þeir verið minnkaðir niður í þann hóp sem kemur saman í febrúar. Þá verður æft dagana 16.-18. febrúar og síðan verður í kjölfarið endanlegur lokahópur hvers liðs valinn fyrir sumarið sem hefur æfingar í vor að loknu tímabilinu og úrslitum yngri flokka í mótahaldinu. Eftirtaldir leikmenn skipa næstu æfingahópa yngri landsliðanna: Meira
Mynd með frétt

Sigmundur Már dæmir sinn 800. leik í úrvalsdeild karla

26 jan. 2024Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma sinn 800. deildarleik í efstu deild karla í kvöld þegar hann dæmir leik Keflavíkur og Stjörnunar. Sigmundur dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla í Keflavík í desember 1995 og hefur dæmt í efstu deild síðan og er þetta því 29. tímabilið sem hann er í efstu deild. Meðdómari í fyrsta leiknum var Kristján Möller. Sigmundur er aðeins annar dómarinn í sögunni til að ná þessum leikjafjölda en Kristinn Óskarsson náði því í febrúar 2021. Þess má til gamans geta að sá leikmaður sem leikið hefur flesta leik í efstu deild er Marel Guðlaugsson með 416 leik, nærri helmingi færri en dómararnir eru að dæma. KKÍ óskar Sigmundi til hamingju með áfangann.Meira
Mynd með frétt

Félagskipti tímabilið 2023-2024 · Félagaskiptaglugginn lokar eftir 31. janúar

26 jan. 2024Samkvæmt reglugerð um félagskipti er nú opið fyrir félgaskipti allra leikmanna, það er bæði fyrir yngri flokka leikmenn og leikmenn eldri en 20 ára og verður félagaskiptaglugginn opinn út mánuðinn eða til miðnættis miðvikudaginn 31. janúar. Eftir það lokar fyrir ÖLL félagskipti út tímabilið. · Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. · Það sama gildir um nýja/breytingar á venslasamningum þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. · Þá þurfa leikmenn eldri en 18 ára innan félaga einnig að vera komnir á leikmannalista félags í GameDay (roster) til að geta leikið eftir lokun gluggans í viðeigandi mfl. · Leikmenn undir 18 ára aldri (yngri flokka leikmenn) má bæta við út tímabilið á leikmannalista innan félaga.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | seinkun á tveimur leikjum

25 jan. 2024Seinka þurfti tveimur leikjum í Subway deild karla í kvöld. Annars vegar er það leikur Hamars og Hauka sem hefst kl. 19:45 og hins vegar leikur Þórs Þ. og Hattar sem hefst kl. 20:00. Seinkanir þessar koma til vegna mikilla umferðartafa á höfuðborgarsvæðinu seinni part dagsins, sem tafði bæði lið og dómara.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 24 JANÚAR 2024

25 jan. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2025: Miðasala hafin á ÍSLAND-UNGVERJALAND

23 jan. 2024Landslið karla hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 fimmtudaginn 22. febrúar í Laugardalshöllinni þegar liðið mætir Ungverjalandi í fyrsta leik. Leikurinn hefst kl. 19:30 og nú er miðasalan hafin á STUBB.is. Miðasala: 👉 https://stubb.is/events/oOYDJn Tryggið ykkur miða í tíma, fyllum höllina og styðjum strákana okkar! Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 17 JANÚAR 2024

18 jan. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

EuroCup Women: Davíð Tómas dæmir í 16-liða úrslitunum í kvöld

18 jan. 2024Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, er með leik fyrir FIBA í 16-liða úrslitum EuroCup Women sem fram fer í kvöld í London. Um er að ræða seinni leik London London Lions Group Limited gegn Lointek Gernika Bizkaia frá Spáni. Jón Bender var eftirlitsmaður á fyrri leik liðana á Spáni á heimavelli Lointek fyrir rúmri viku. Þar hafði Lions betur 69:76 og hafa því sjö stiga forskot fyrir leikinn í kvöld. Liðið sem stendur betur að vígi eftir leiki heima og að heiman fer áfram í 8-liða úrslitin. Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnir 2024

17 jan. 2024Dagatal úrslitakeppni 2024 má finna í viðhengi og á heimasíðu KKÍ. Dagatalið hefur ekki breyst frá því keppnisdagatali sem kynnt var í apríl 2023. Frekari upplýsingar má sjá með því að smella á Meira.Meira
Mynd með frétt

Jón Bender í eftirliti fyrir FIBA í kvöld

10 jan. 2024Jón Bender, eftirlitsmaður FIBA, verður með verkefni í kvöld í EuroCup Women þegar hann verður á leik Lointek Gernika Bizkaia frá Spáni gegn London Lions Group Limited. Leikurinn fer fram í Gernika-Lumo, á heimavelli Lointek. Þetta er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum en liðið sem stendur betur að vígi eftir leiki heima og að heiman fer áfram í 8-liða úrslitin. Leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og verður í beinu streymi á heimasíðu keppninnar. Dómari leiksins kemur frá Póllandi og meðdómararnir frá Frakklandi.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið í Keflavík 20. janúar

8 jan. 2024Þann 20. janúar 2024 stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði í Blue höllinni í Keflavík. Leiðbeinandi verður Birgir Örn Hjörvarsson. Meiri upplýsingar má finna í fréttinni.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira