Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1B og 2B | önnur þjálfaranámskeið framundan

17 jan. 2023Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og 2B, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum. Aðeins er hægt að skrá sig á 1B eða 2B, en mælt er gegn því að taka bæði námskeiðin á sömu önn. Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2.Meira
Mynd með frétt

Tölfræði að loknum VÍS bikarúrslitum yngri flokka

17 jan. 2023VÍS bikarúrslitum yngri flokka lauk á sunnudag með fjórum úrslitaleikjum, en alls voru leiknir 8 úrslitaleikir yngri flokka frá fimmtudegi til sunnudags. Í þessum átta leikjum komu 151 leikmaður við sögu og skoruð voru 1.155 stig. Benedikt Björgvinsson hjá Stjörnunni skoraði flest stig samtals, 53, en hann skoraði 26 stig í úrslitaleik 10. flokks drengja og 27 í úrslitaleik 11. flokks drengja. Alls litu 18 tvennur dagsins ljós í úrslitaleikjum yngri flokkaMeira
Mynd með frétt

Davíð Tómas dæmdi í Euro Cup kvenna fyrir helgi

16 jan. 2023Davíð Tómas Tómasson, einn FIBA dómara okkar, var ekki bara að dæma um helgina á VÍS bikar úrslitunum í Höllinni, heldur tilnefndi FIBA hann í verkefni í Póllandi í lok síðustu viku þar sem hann dæmdi leik í Euro Cup kvenna milli VBW Arka Gdynia gegn LDLC Asvel Fémin frá Lyon í Frakklandi en leikurinn fór fram í Gdynia í Póllandi. Leiknum lauk með sigri gestana 72:91 Meðdómarar hans voru þau Nikola Bejat frá Noregi og Herni Hilke frá Finnlandi, en þeir hafa báðir dæmt nokkrum sinnum landsleiki landsliða karla og kvenna hér heima.Meira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá körfuknattleikssamböndum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna

16 jan. 2023Körfuknattleikssambönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna vekja athygli ykkar og almennings á þeirri staðreynd að með öllu er ótímabært að íhuga endurkomu Rússa og Hvít-Rússa að vettvangi íþróttanna.Meira
Mynd með frétt

Skrifstofa KKÍ lokuð í dag

16 jan. 2023Skrifstofa KKÍ verður lokuð í dag, mánudaginn 16. janúar. Hægt er að ná sambandi við skrifstofu KKÍ í gegnum tölvupóst á kki@kki.isMeira
Mynd með frétt

Haukar VÍS bikarmeistarar 12. flokks kvenna

15 jan. 2023Haukar urðu í dag VÍS bikarmeistarar 12. flokks kvenna eftir sigur á Aþenu/Leikni/UMFK í úrslitaleik 74-60. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var valin maður leiksins en hún skilaði 25 stigum, 7 fráköstum og 5 stolnum boltum. Til hamingju Haukar! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

ÍR VÍS bikarmeistari 12. flokks karla

15 jan. 2023ÍR varð í dag VÍS bikarmeistari 12. flokks karla eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik 85-80. Teitur Sólmundarson var valinn maður leiksins en hann skilaði 28 stigum, 11 fráköstum og 3 stolnum boltum. Til hamingju ÍR! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

Stjarnan VÍS bikarmeistari 11. flokks stúlkna

15 jan. 2023Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 11. flokks stúlkna eftir sigur á KR í úrslitaleik 76-67. Bo Guttormsdóttir-Frost var valin maður leiksins en hún skilaði 23 stigum, 8 fráköstum, 3 stolnir boltar og 2 varin skot. Til hamingju Stjarnan! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

Njarðvík VÍS bikarmeistari 9. flokks stúlkna

15 jan. 2023Njarðvík varð í dag VÍS bikarmeistari 9. flokks stúlkna eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik 70-33. ​Hulda María Agnarsdóttir var valin maður leiksins en hún skilaði 22 stigum, 10 fráköstum og 5 stolnum boltum. Til hamingju Njarðvík! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

VÍS bikarúrslitin klárast í dag!

15 jan. 2023Síðustu fjórir leikir VÍS bikarúrslita yngri flokka verða leiknir í dag. Dagurinn byrjar á leik Njarðvíkur og Breiðabliks í 9. flokki stúlkna kl. 10:00. Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Annar leikur dagsins er í 11. flokki stúlkna hvar KR og Stjarnan mætast kl. 12:30. Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Við tekur svo 12. flokks tvíhöfði, fyrst 12. flokkur karla kl. 15:15 þar sem Fjölnir og ÍR mætast, og svo í 12. flokki kvenna kl. 18:00 þar sem Haukar og Aþena/Leiknir/UMFK mætast. Leikur Fjölnis og ÍR er í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Leikur Hauka og Aþenu/Leiknis/UMFK er í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Miðasala á leikina er á Stubb.Meira
Mynd með frétt

Valur VÍS bikarmeistarar karla!

14 jan. 2023Valur varð í dag VÍS bikarmeistarar karla eftir 72-66 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöll. ​Kári Jónsson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann skilaði 22 stigum, 7 stoðsendingum, 4 fráköst og niður 5 af 10 þriggja stiga skotum sínum. ​Ástríður Viðarsdóttir frá VÍS afhenti Val 1.000.000 kr. verðlaunafé fyrir sigurinn, sem Lárus Blöndal tók við í leikslok. VÍS afhenti einnig Stjörnunni ávísun að upphæð 500.000 kr. fyrir annað sætið. ​Til hamingju Valur! Myndir: Bára Dröfn/karfan.is og Hafsteinn Snær/karfan.isMeira
Mynd með frétt

Haukar VÍS bikarmeistarar kvenna!

14 jan. 2023Haukar urðu í dag VÍS bikarmeistarar kvenna eftir 94-66 sigur á Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöll. Sólrún Inga Gísladóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins, en hún skilaði 20 stigum, 7 stoðsendingum, 7 fráköstum og skoraði úr 6 af 8 skotum sínum. Til hamingju Haukar! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

KR VÍS bikarmeistari 9. flokks drengja

14 jan. 2023KR varð í dag VÍS bikarmeistari 9. flokks drengja eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik 95-31. Lárus Grétar Ólafsson var valinn maður leiksins en hann skilaði 15 stigum, 19 fráköstum og 3 stoðsendingum. Til hamingju KR! Myndir: Davíð Eldur/karfan.isMeira
Mynd með frétt

VÍS bikarúrslit meistaraflokka í dag!

14 jan. 2023Í dag verða leiknir þrír bikarúrslitaleikir, en ásamt bikarúrslitum meistaraflokka karla og kvenna er leikið í úrslitum 9. flokks drengja. Dagurinn hefst á áðurnefndum úrslitaleik 9. flokks drengja, en þar mætast KR og Stjarnan kl. 10:15. Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. VÍS bikarúrslit kvenna verða leikin kl. 13:30, en þar mætast lið Hauka og Keflavíkur. Haukar unnu 1. deildarlið Snæfells í undanúrslitum 98-62 og lið Keflavíkur vann 1. deildarlið Stjörnunnar 100-73. VÍS bikarúrslit karla hefjast kl. 16:15, en þar mætast Stjarnan og Valur. Stjarnan sigraði Keflavík í jöfnum og spennandi leik í undanúrslitum 89-83 og Valsmenn sigruðu Hött sannfærandi 47-74. VÍS bikarúrslitaleikir meistaraflokka verða í beinni útsendingu á RÚV. Miðasala á leikina er á Stubb. Leikskrá yfir hátíðina með öllum leikmannalistum liða er að finna hérna.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan VÍS bikarmeistari 11. flokks drengja

13 jan. 2023Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 11. flokks drengja eftir sigur á Stjörnunni b í úrslitaleik 101-90. Viktor Jónas Lúðvíksson var valinn maður leiksins en hann skilaði 26 stigum, 25 fráköstum og 4 stolnum boltum. Til hamingju Stjarnan! Myndir: Davíð Eldur/karfan.isMeira
Mynd með frétt

Upplýsingar vegna úrslitaleikja VÍS bikars 14. janúar

13 jan. 2023Vegna atviks sem kom upp í undanúrslitum hefur verið ákveðið að auka gæslu á úrslitaleikjum VÍS bikarsins laugardaginn 14. janúar. Mikil áhersla verður lögð á að tryggja enn frekar öryggi þátttakenda leiks og áhorfenda og minnka líkur á að skemmd epli geti eyðilagt upplifun fyrir öðrum. Eftirfarandi atriði ber því að athuga: 1. Fleiri gæslumenn verða til staðar á leikstað. 2. Ekki verður heimilt að koma með flöskur, dósir, ílát eða annað sem getur valdið skaða á leikstað. 3. Allir drykkir sem seldir eru í sjoppu verða opnaðir áður en þeir eru afhentir, þannig að dósir verða opnaðar og tappar teknir af flöskum við sölu. KKÍ vonast til að allt fari vel fram og að allir geti einbeitt sér að skemmtilegum úrslitaleikjum í Laugardalshöll á morgun.Meira
Mynd með frétt

Annar í VÍS bikarúrslitum yngri flokka!

13 jan. 2023VÍS bikarúrslit yngri flokka hófust í gær og halda áfram í dag með einum leik. Leikið verður í VÍS bikarúrslitum 11. flokks drengja kl. 19:00 en þar mætast Stjarnan og Stjarnan b. Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Miðasala á leikinn er á Stubb. Meira
Mynd með frétt

Stjarnan VÍS bikarmeistari 10. flokks stúlkna

12 jan. 2023Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 10. flokks stúlkna eftir sigur á Njarðvík í úrslitaleik 86-57. Elísabet Ólafsdóttir var valin maður leiksins en hún skilaði 18 stigum og 17 fráköstum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan VÍS bikarmeistari 10. flokks drengja

12 jan. 2023Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 10. flokks drengja eftir öruggan sigur á Stjörnunni B í úrslitaleik 107-43. Benedikt Björgvinsson var valinn maður leiksins en hann skilaði 26 stigum, 12 fráköstum og 4 stoðsendingum ásamt því að hitta úr 11 af 14 skotum sínum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarúrslit yngri flokka hefjast í dag!

12 jan. 2023Tveir VÍS bikarúrslitaleikir yngri flokka verða leiknir í Laugardalshöll í dag. Fyrri leikurinn hefst kl. 17:15 og er bikarúrslitaleikur 10. flokks drengja þar sem A og B lið Stjörnunnar mætast. Klukkan 20:00 mætast Stjarnan og Njarðvík í bikarúrslitum 10. flokks stúlkna. Miðasala á leikina er á Stubb.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira