14 nóv. 2022Íslenska karlalandsliðið leikur seinni leik sinn í þessum nóvember glugga gegn Úkraínu og fer hann fram í dag 14. nóvember. Leikið verður í Riga í Lettlandi og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma (sem er 16:00 í Lettlandi) og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Úkraína lék í haust á lokamóti EM, EuroBasket 2022, þar sem liðið fór í 16-liða úrslit. Liðin mættust í ágúst í fyrri leik liðanna þar sem Ísland hafði sigur í framlengingu í Ólafssal.
Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið 12 manna liðið sitt fyrir leikinn í dag.
Tvær breytingar eru gerðar á hópnum úr fyrri leiknum á föstudaginn gegn Georgíu heima. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er meiddur og ætlar Hörður Axel Vilhjálmsson frá Keflavík að vera í búning í dag og Ragnar Ágúst Nathanaelsson frá Hamri kemur inn fyrir Þorvald Orra Árnason frá KR sem lék fyrri leikinn gegn Georgíu einnig á föstudaginn var.
Meira