19 des. 2016Ísland leikur í A-riðli á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Helsinki dagana 31. ágúst til 6. september næsta haust.
Liðið sem drógst í riðilinn úr 4. styrkleikaflokki er lið Slóveníu. Leikur Íslands og Slóveníu fer fram á fjórða leikdegi þriðjudaginn 5. september.
Ísland hefur þrívegis mætt Slóveníu, nú síðast sumarið 2016 á æfingamóti í Austurríki, og hefur Slóvenía unnið í öll skiptin (0% sigurhlutfall Íslands). Hinir leikirnir fóru fram árin 1999 og 2000 í undankeppni EM það árið.
Meira