29 júl. 2021Í kvöld leikjur landslið karla sinn annan vináttulandsleik gegn Eistlandi í æfingaferðinni í Tallinn. Leikurinn í gær var leikinn fyrir luktum dyrum og léku 14 leikmenn beggja liða og ákváðu þjálfararnir að leika 4x12 mín.
Leikurinn í gær reyndist vel allir leikmenn tóku þátt og voru mínútum dreift milli leikmanna. Kári Jónsson snéri ökkla lítilega en er að jafna sig og leikur í kvöld aftur.
Leikurinn var jafn og leiddi Ísland eftir 1. og 2. leikhluta og þar með í háflleik. Eistar áttu góðan þriðja leikhluta og nýttu til að mynda 7/11 þriggjastiga skotum sínum sem fór langt með leikinn fyrir þá að þessu sinni. Góðir leikur hjá okkar strákum í heild og þjálfarateymið ánægt með frammistöðu leikmanna og hvernig gekk að gera það sem lagt var upp með.
Ægir Þór Steinarsson var með 14 stig og Elvar Már Friðriksson var með 13 en aðrir dreifðu öðru skori sín á milli.
Meira