Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Undanúrslit kvenna í dag

13 feb. 2020Í dag er komið að undanúrslitaleikjum kvenna í Geysisbikarnum í Laugardalshöllinni. Í gær léku karlaliðin þar sem Grindavík og Stjarnan tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum. Í undanúrslitunum í dag mætast Valur og KR í fyrri leik dagsins og svo Skallagrímur og Haukar í þeim síðari. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn kl. 16:30. Báðir leikirnir verða í beinni á RÚV2. Á morgun föstudag hefjast svo úrslit yngri flokka með þremur leikjum.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Tveir leikir í febrúar í forkeppni að HM 2023

13 feb. 2020Íslenska landslið karla hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar dagana 20.-23. febrúar. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2.Meira
Mynd með frétt

Öruggur sigur Stjörnumanna

12 feb. 2020Viðureign Tindastóls og Stjörnunnar var seinni undanúrslitaviðureign kvöldsins en fyrr um kvöldið tryggði Grindavík sér sæti í úrslitum.Meira
Mynd með frétt

Grindvíkingar í úrslit eftir frábæran leik

12 feb. 2020Geysisbikarvikan fer vel af stað en fyrsti leikurinn var viðureign Fjölnis og Grindavíkur í undanúrslitum mfl. karla. Leikurinn stóð undir væntingum en hann var hin mesta skemmtun.Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 12. febrúar 2020

12 feb. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Undanúrslit karla í dag

12 feb. 2020Í dag er komið að upphafi Geysisbikars-vikunnar í körfubolta þegar úrslit Geysisbikarsins hefjast á undanúrslitaleikjum karla. Allir leikirnir verða í Laugardalshöll. Í undanúrslitunum mætast Fjölnir og Grindvík í fyrri leik dagsins og svo Tindstóll og Stjarnan í þeim síðari. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn kl. 13:30. Á morgun leik svo kvennaliðin í undanúrslitaleikjum sínum.Meira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Dagskráin 12.-16. febrúar

10 feb. 2020Framundan í vikunni er bikarhátíð KKÍ og Geysis bílaleigu þegar leikið verður til úrslita í öllum flokkum í Geysisbikarnum dagana 12.-16. febrúar í Laugardalshöllinni í glæsilegri umgjörð. 11 félög eiga fulltrúa að þessu sinni frá átta bæjarfélögum í þeim 13 leikjum sem spilaðir verða. Allir leikir vikunnar verða sýndir, bæði á RÚV og RÚV2 og einnig verða leikir á netingu á Youtube-rás KKÍ frá úrslitaleikjum yngri flokka en á föstudaginn kemur verða tveir leikir yngri flokka, úrslitaleikir í 10. flokki stúlkna og unglingaflokki karla sýndir beint á RÚV2. Dagskrá Geysisbikarsúrslitanna 2020:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karlar · Þrír leikir í kvöld og tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport

7 feb. 2020Í Domino's deild karla fara fram þrír leikir í kvöld en þá mætast Valur og Stjarnan kl. 18:30 og KR og Keflavík kl. 20:15 í beinni á Stöð 2 Sport og svo er einnig kl. 20:15 fyrir norðan Þór Akureyri og Njarðvík. Í lok kvölds verður svo Domino's Körfuboltakvöld á dagskránni þar sem allt það helsta verður gert upp úr Domino's deildum karla og kvenna. Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 5. febrúar 2020

5 feb. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Fjórir leikir í kvöld og Skallagrímur-Keflavík beint á Stöð 2 Sport

5 feb. 2020Heil umferð fer fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15 þegar fjórir leikir fara fram. Stöð 2 Sport verður í Borgarnesi og sýnir beint leik Skallagríms og Keflavíkur. Lifand tölfræði á sínum stað á kki.is frá öllum leikjunum. ​ 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Mið. 5. febrúar 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 SKALLAGRÍMUR-KEFLAVÍK ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KR-GRINDAVÍK 🏀 BREIÐABLIK-VALUR 🏀 SNÆFELL-HAUKAR 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Miðar til KKÍ-korthafa

4 feb. 2020KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir undanúrslit og úrslit karla og kvenna í Geysisbikarnum í febrúar. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram eða til kl. 15:00 á leikdegi fyrir hvern dag en allir leikirnir fara fram 12.-15. febrúar í Laugardalshöllinni. Þá minnum við á úrslit yngri flokka á föstudeginum 14. febrúar og sunnudeginum 16. febrúar en á þau kostar 1.000 kr. við hurð (öll helgin). Korthafar sína sín kort við inngang til að fá miða á þá leiki. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn. Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana sína rafrænt á netinu fram að leik með því að slá inn kennitölu sína (án bandstriks) Korthafar appelsínugulu kortana fá 1 miða og korthafar þeirrar bláu 2 miða á hvern leik: Miðar korthafa má nálgast hér fyrir neðan:Meira
Mynd með frétt

Kveðja frá KKÍ · Kolbrún Jónsdóttir 1956-2020

4 feb. 2020Kolbrún Jónsdóttir (Dolla) verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13:00. Eftirfarandi minningargrein birtist í Morgunblaðinu í dag.Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga-og úrskurðarnefndar 03 Febrúar 2020

4 feb. 2020Aga- og Úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í kærumáli nr. 2/2019 - 2020Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla og Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í kvöld

31 jan. 2020Domino's veisla í kvöld á Stöð 2 Sport, tveir leikir karla í beinni og Domino's körfuboltakvöld í lok kvölds gerir upp leikina og tilþrifin úr síðustu umferð Domino's deildum karla og kvenna. Góða skemmtun!Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Þrír leikir í kvöld - KR-ÍR í beinni á Stöð 2 Sport

30 jan. 2020Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir Reykjavíkurslag KR og ÍR í beinni. Leikirnir hefjast kl. 19:15 í kvöld. 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fim. 30. janúar 🆚 3 leikir í kvöld! 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-ÍR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 HAUKAR-ÞÓR Þ. 🏀 ÞÓR AK.-TINDASTÓLL 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga-og úrskurðarnefndar 29 janúar 2020

29 jan. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar í kvöld · Tvíhöfði VALUR-KEFLAVÍK í beinni á Stöð 2 Sport

29 jan. 2020Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deildunum, einn hjá körlum og fjórir hjá konunum. Stöð 2 Sport verður í Origo-höllinni og sýnir beint frá leikjum Vals og Keflavíkur, bæði karla og kvenna. Leikirnir hefjast 18:15 og 20:30.Meira
Mynd með frétt

KKÍ 59 ára í dag · Til hamingju með daginn!

29 jan. 2020Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 59 ára afmæli sínu í dag en sambandið var stofnað þennan dag 29. janúar árið 1961. Að ári liðnu verður því stórafmæli á dagskrá þegar sambandið verður 60 ára og eru uppi hugmyndir um ýmsa skemmtilega viðburði tengda því tilefni árið 2021. KKÍ óskar félögunum sínum og körfuknattleikshreyfingunni allri til hamingju með daginn! #korfubolti​Meira
Mynd með frétt

Félagaskiptagluginn opinn til loka janúar 2020

28 jan. 2020​Samkvæmt reglugerð um félagskipti er nú opið fyrir félgaskipti leikmanna eldri en 20 ára og verður félagaskiptaglugginn opinn út mánuðinn eða til miðnættis þann 31. janúar. Eftir það lokar fyrir öll félagskipti út tímabilið. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá eða afgreiðslu UTL/VMST í þeim tilfellum sem þess þarf. Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans á miðnætti þann 31. janúar en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn venjulegum félagaskiptum eftir kl. 16:00 á föstudeginum þann 31. janúar, hljóta fyrst leikheimild á mánudaginn 3. febrúar kl. 09:00 eftir að þau eru afgreidd.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Þór Ak.-KR í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport

27 jan. 2020Einn leikur fer fram í kvöld mánudag á Akureyri en þá mætast Þór Ak. og KR í Höllinni kl. 19:15. Um er að ræða frestaðan leik fyrir áramót sem setja þurfti á í kvöld. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Lifandi tölfræði á sínum stað á KKI.is.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira