Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landslið kvenna æfir kemur saman um helgina til æfinga

15 ágú. 2020Landslið kvenna mun koma saman og æfa um helgina líkt og staðið hefur til frá í vor. Búið er að samþykkja reglur af yfirvöldum sem KKÍ og HSÍ unnu að í sameiningu fyrir æfingar sinna félagsliða og verður þeim fylgt til fullnustu. Hægt er að lesa um reglurnar hérna nánar, en þær fjalla um skilyrði og sóttvarnarreglur til æfingahalds í íþróttahúsum. Benedikt Guðmundsson boðaði eftirtalda leikmenn hér fyrir neðan til æfinga að þessu sinni og undirbúa sig fyrir komandi vetur. Framundan á tímabilinu eru leikir í undankeppni EM kvenna, en það mun koma í ljós í byrjun september hjá FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandinu, hvort af þeim landsliðsgluggum verður sem eru á dagskránni í nóvember og febrúar. Meira
Mynd með frétt

Danielle Rodriguez til liðs við þjálfarateymi kvennalandsliðsins

15 ágú. 2020KKÍ hefur ráðið Daniellu Rodriguez til starfa sem aðstoðarþjálfara hjá kvennalandsliðinu. Hún bætist í þjálfarahóp Benedikt Guðmundssonar en honum til aðstoðar er fyrir Halldór Karl Þórsson og nýtur Benedikt því nú liðsinnis tveggja aðstoðarþjálfara. Meira
Mynd með frétt

Reglur KKÍ og HSÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19

14 ágú. 2020Í framhaldi af auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem útgefin var 12. ágúst síðastliðinn, hafa stjórnir KKÍ og HSÍ samþykkt reglur um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19. Samböndin leggja mikla áherslu á að vel takist til svo hægt verði að æfa og keppa íþróttirnar á komandi keppnistímabili. Við viljum því beina því til aðildarfélaga okkar að kynna sér reglurnar mjög vel og kynna þær sérstaklega vel fyrir starfsmönnum, þjálfurum og leikmönnum.Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2020 fara fram um helgina á tveim stöðum

14 ágú. 2020Á morgun laugardag og sunnudag, 15.-16. ágúst, fara Úrvalsbúðir KKÍ fram hjá drengjum og stúlkum sem fædd eru 2009-2008-2007. Ein æfingahelgi verður haldin í ár í Úrvalsbúðum í stað tveggja eins og venjulega. Strákarnir æfa í íþróttahúsi Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi og stelpurnar í Ólafssal Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Hægt er að lesa nánar um Úrvalsbúðirnar og framkvæmd þeirra hér fyrir neðan og á www.kki.is/urvalsbudir. KKÍ mun gera allt í sínu valdi til að tryggja að farið verði að fullu eftir sóttvarnarreglum sem í gildi eru (sjá nánar neðar um framkvæmd).Meira
Mynd með frétt

Útfærsla æfinga og keppni - reglur í vinnslu

13 ágú. 2020Á fundi sérsambanda með ÍSÍ og yfirvöldum í hádeginu í dag kom skýrt fram að æfingar félaga eru ekki leyfðar fyrr en yfirvöld hafa samþykkt reglur sérsambanda varðandi æfingar og mótahald og verða þær að uppfylla kröfur yfirvalda varðandi sóttvarnir.Meira
Mynd með frétt

Deildarbikar aflýst

12 ágú. 2020Mótanefnd hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa deildarbikarnum sem hefjast átti 23. ágúst næstkomandi.Meira
Mynd með frétt

Göngum í skólann

10 ágú. 2020Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist en það verður sett í fjórtánda sinn 2. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta, hjólabretti eða annað. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir og Afreksbúðir í ágúst á dagskránni

5 ágú. 2020Eins og staðan er í dag og að óbreyttu mun KKÍ standa fyrir úrvals- og afreksbúðum í ágúst skv. dagskrá svo framarlega sem það fylgir sóttvarnarreglum yfirvalda. · Úrvalsbúðir (2007-2008-2009 árg.) fara fram 15.-16. ágúst · Afreksbúðir (2006 árg.) fara fram 22.-23. og 29.-30. ágúst Undirbúningur og æfingar íþróttaliða eru leyfðar áfram af hálfu yfirvalda fyrir börn fædd 2005 og yngri, en þó þannig að gæta þarf að þrifum á öllum búnaði milli notenda og æfinga. Meira
Mynd með frétt

Erlendir leikmenn 2020-2021 · Komur til landsins og undanþágur

5 ágú. 2020Vegna komu erlendra leikmanna, bæði frá USA og aðildarríkja Schengen er vert að benda á eftirfarandi atriði við komu þeirra til landsins á meðan ferðatakmarkanir eru í gildi og reglur um sóttvarnir. Nauðsynlegt er að undirbúa alla þá leikmenn sem hingað koma og þurfa að sæta sóttkví undir það sem framundan er. Einnig skal gæta þess að erlendur leikmaður komist ekki í kynni við eða eigi samskipti við aðra sem tengjast félaginu meðan á sóttkví stendur, nema í gegnum fjarskiptabúnað. Sóttkví sem þessi, reynist seinni skimun neikvæð, getur varað í 4-7 daga.Meira
Mynd með frétt

Hert tilmæli vegna sóttvarnarráðstafana

4 ágú. 2020KKÍ gaf í dag út hert tilmæli til aðildafélaga vegna þeirra sóttvarnarráðstafana sem gripið var til í síðustu viku.Meira
Mynd með frétt

Æfingar og mótahald vegna COVID-19 - hertar sóttvarnaraðgerðir

31 júl. 2020ÍSÍ bárust í dag frekari skýringar á áhrifum þeirra sóttvarnaraðgerða sem tóku gildi á hádegi í dag á skipulagt íþróttastarf.Meira
Mynd með frétt

Mótahald KKÍ - reglulegur vöxtur

9 júl. 2020Mótahald KKÍ hefur vaxið hröðum skrefum síðustu ár, en það endurspeglar góða og vaxandi stöðu körfuknattleiksíþróttarinnar hér á landi ásamt því öfluga starfi sem aðildarfélög KKÍ, hringinn um landið, standa fyrir. Meira
Mynd með frétt

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

9 júl. 2020Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið síðastliðið haust. Samskiptaráðgjafi hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem hafa átt sér stað án þess að óttast afleiðingar.Meira
Mynd með frétt

Deildarmeistarar Domino's deilda

8 júl. 2020Bikarafhending til deildarmeistara Domino's deilda fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag.Meira
Mynd með frétt

Ritaraborðsnámskeið

8 júl. 2020Breska körfuknattleikssambandið er nú í sumar að bjóða sínu fólki upp á ýmis námskeið með fjarfundarbúnaði og hafa þeir ákveðið að leyfa öðrum en Bretum að taka þátt. Meðal námskeiða er ritaraborðsnámskeið og verða tvö slík nú í sumar, annars vegar um stjórn leikklukkunnar og hinsvegar um stjórn skotklukkunnar. Slík námskeið eru ekki oft í boði og hvetur KKÍ alla sem hafa starfað á ritaraborðum og sjá fram á að gera það í framtíðinni, eins leikmenn, þjálfara og aðra til að taka þátt til að fá betri skilning á starfinu sem fer fram á ritaraborðinu. Meira
Mynd með frétt

Hætt við þátttöku á NM yngri liða

8 júl. 2020Í júní var tilkynnt að NM yngri liða U16 og U18 hefði verið sett á aftur eftir að mótið var fellt niður vegna COVID-19 faraldursins en ljóst var að Svíar og Norðmenn myndu ekki taka þátt. Núna hefur KKÍ tekið þá þungbæru og erfiðu ákvörðun að hætta við þátttöku Íslands á NM-móti yngri landsliða í ár í Finnlandi í byrjun ágúst.Meira
Mynd með frétt

Félagsmót 2020-2021

2 júl. 2020Dagskrá félagsmóta fyrir tímabilið 2020-2021 liggur nú fyrir.Meira
Mynd með frétt

4. deild karla - tímabilið 2020-2021

1 júl. 2020KKÍ stendur í fyrsta sinn fyrir keppni í 4. deild karla tímabilið 2020-2021.Meira
Mynd með frétt

2. deild kvenna - tímabilið 2020-2021

1 júl. 2020KKÍ stendur fyrir keppni í 2. deild kvenna tímabilið 2020-2021 eins og síðustu ár.Meira
Mynd með frétt

Íslandsmót í minnibolta 2020-2021

29 jún. 2020Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum í síðustu viku hvar umferðir í Íslandsmóti minnibolta 10 og 11 ára verða leiknar á komandi leiktíð.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira