31 ágú. 2020KKÍ kynnir með ánægju frábærar fréttir fyrir íslenska körfuknattleiks aðdáendur en Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að leikjum ACB, efstu deildinni í körfubolta á Spáni. Um er að ræða eina sterkustu deildarkeppni heims í körfubolta, með mörgum af sterkustu og sögufrægustu liðum Evrópu. Nægir þar að nefna íþróttastórveldin Real Madrid og Barcelona.
Þrír lykilmenn íslenska landsliðsins leika með spænskum félagsliðum. Martin Hermannsson (Valencia) og Haukur Helgi Pálsson (Andorra) eru að hefja sínar fyrstu leiktíðir í ACB-deildinnni og Tryggvi Snær Hlinason hefur senn sitt fimmta keppnistímabil á Spáni og annað með núverandi liði sínu, Zaragoza.
Meira