13 mar. 2020

Í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra að setja á samkomubann frá miðnætti 16.03.2020 hefur mótanefnd KKÍ ákveðið að aflýsa leikjum í neðri deildum karla (2. deild karla og 3. deild karla) sem og í yngri flokkum frá og með laugardeginum 14. mars 2020. Þetta hefur áhrif á eftirfarandi deildir og flokka:

  • 2. deild karla
  • 3. deild karla
  • unglingaflokkur karla
  • stúlknaflokkur
  • drengjaflokkur
  • 10. flokkur drengja og stúlkna

 Engir leikir fara því fram í þessum flokkum ótímabundið frá og með 14.03.2020 þar til annað verður tilkynnt.

Stjórn KKÍ hefur verið boðuð til fundar kl.10:00 í fyrramálið til að ræða þær hugmyndir sem er verið að klára að teikna og taka ákvarðanir um framhaldið.