Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Vika í lokun félagskipta 2017-2018

24 jan. 2018Eftir viku, eða á miðnætti þann 31. janúar mun samkvæmt reglugerð um félagaskipti, félagaskiptaglugginn lokast í annað sinn og þar með í síðasta sinn á þessu tímabilli. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá. Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans kl. 00:00 en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn gögnum eftir kl. 16:00 á miðvikudeginum þann 31. janúar, hljóta fyrst leikheimild á fimmtudeginum, daginn eftir, 1. febrúar kl. 09:00 eftir að þau eru afgreidd.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM 2019: Mánuður í fyrsta leik!

23 jan. 2018Það verður sannkölluð körfuboltaveisla eftir mánuð dagna 23. og 25. febrúar þegar íslenska karlalandsliðið leikur tvo heimaleiki í Höllinni í undankeppni HM. Fyrri leikurinn verður gegn Finnlandi á föstudeginum 23. febrúar kl. 19:45 og svo tveim dögum síðar á sunnudeginum verður leikið gegn Tékklandi kl. 16:00. Meira
Mynd með frétt

KKÍ og Icelandair undirrita nýjan samstarfssamning til ársins 2020

23 jan. 2018Í gær endurnýjuðu Icelandair og KKÍ samstarfssamning sín á milli og var samningurinn undirritaður í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Icelandair hefur verið aðal samstarfsaðili KKÍ um árabil en góður stuðningur Icelandair er mikilvægur fyrir sambandið og því afar ánægjulegt að áframhaldandi samstarf sé nú í höfn, en samingurinn er út árið 2020.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Snæfell-Haukar í dag kl. 15:00

21 jan. 2018Í dag fer fram einn leikur í Domino's deild kvenna þegar Snæfell fær Hauka í heimsókn í Stykkishólm. Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í lifandi tölfræði að venju á KKI.is. Domino’s deild kvenna · Sunnudagurinn 21. janúar 🏀 Snæfell-Haukar í Stykkishólmi ​#korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í kvöld

19 jan. 2018Í kvöld lýkur 14. umferð Domino's deildar karla með tveimur leikjum. Kl. 19:15 mætast í Valshöllinni að Hlíðarenda Valur og Höttur. Kl. 20:00 er svo komið að beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þegar Grindavík fær Keflavík í heimsókn í Mustad höllina í Grindavík. Að loknum seinni leik kvöldsins verður svo allt fjörið í Domino's deildunum gert upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport kl. 22:00. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Fjórir leikir í Domino's deild karla í kvöld · ÍR-KR í beinni á Stöð 2 Sport

18 jan. 2018Fjórir leikir eru á dagskránni í Domino’s deild karla í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld og sýnir beint frá Reykjavíkurslag toppliðanna ÍR og KR. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is frá öllum leikjum. Leikir kvöldsins kl. 19:15 🏀ÍR - KR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀Þór Akureyri - Tindastóll 🏀Stjarnan - Njarðvík 🏀Þór Þ. - Haukar #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 17.01.2018

17 jan. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands 2018 · Riðlarnir fyrir EM klárir

17 jan. 2018Í gær var dregið í riðla hjá FIBA fyrir öll evrópumót yngri liða á komandi sumri 2018. Ísland sendir annað árið í röð lið í evrópukeppnir í öllum aldursflokkum drengja og stúlkna hjá liðum í aldursflokki U16, U18 og U20. Hvert landslið leikur gegn viðkomandi þjóðum í riðlakeppni í upphafi móts og í kjölfarið taka svo við úrslitakeppnir og leikir um sæti eftir gengi liðanna í riðlunum. Eftirtalin lönd verða mótherjar okkar liða í riðlakeppni evrópumótanna:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna af stað í kvöld

17 jan. 2018Í kvöld er komið að leikjum í Domino's deild kvenna eftir Maltbikarúrslitin um helgina. Heil umferð fer fram kl. 19:15 með fjórum leikjum á dagskránni. Haukar taka á móti Njarðvík í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði, Skallgrímur fær Snæfell í heimsókn í Borgarnesi, Bikarmeistarar Keflavíkur mæta efsta liði deildarinnar, Val, í TM höllinni í Keflavík og nágrannaliðin Stjarnan og Breiðablik mætast í Ásgarði í Garðabæ og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Hrunamenn/Þór Þ. bikarmeistari í 9. flokki drengja

14 jan. 2018Sameiginlegt lið Hrunamanna og Þórs Þ. varð bikarmeistari í 9. flokki drengja eftir úrslitaleik við Keflavík.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Þór Ak. bikarmeistari í drengjaflokki

14 jan. 2018Í drengjaflokki mættust tvö sterk lið en þar áttust við Stjarnan og Þór Ak.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Breiðablik bikarmeistari í unglingaflokki karla

14 jan. 2018Seinni sjónvarpsleikur dagsins á RÚV var leikur ÍR og Breiðabliks í unglingaflokki karla.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Keflavík bikarmeistari í stúlknaflokki

14 jan. 2018Önnur viðureign dagsins var á milli Keflavíku og KR í stúlknaflokki.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

14 jan. 2018Fyrsti úrslitaleikur dagsins var viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur í 9. flokki stúlkna. Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Fimm úrslitaleikir á dagskrá í dag

14 jan. 2018Lokadagur Maltbikarvikunnar er í dag en þá fara fram fimm úrslitaleikir. Það má búast við miklu fjöri í Höllinni í allan dag.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Fimmtándi bikarmeistaratitill Keflavíkur í hús

13 jan. 2018Það var Reykjanesbæjarrimma í úrslitum Maltbikars kvenna í dag. Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík áttust við í Laugardalshöllinni í frábærri stemningu.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Tindastóll bikarmeistari í fyrsta sinn

13 jan. 2018Tindastólsmenn unnu sinn fyrsta bikarmeistaratitil í meistaraflokki karla í sögu félagsins í dag er þær mættu KR í troðfullri Höll í úrslitum Maltbikars karla. Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Úrslitaleikir karla og kvenna í dag

13 jan. 2018Í dag er komið að stóra deginum þegar úrslitaleikirnir í meistaraflokkum Maltbikarsins fara fram í Laugardalshöllinni. Fyrri leikur dagsins er viðureign karlaliðanna og þar á eftir verður úrslitaleikur kvenna. Bikarkeppni KKÍ hefur verið leikin frá árinu 1970 hjá körlum og 1975 hjá konum. Hægt er að lesa ýmislegt fróðlegt á kki.is um sögu bikarúrslitanna. ​ Beint á RÚV Báðir leikir dagsins verða í beinni á RÚV. Miðasala Áhorfendur geta keypt miða á tix.is eða á leikstað í Höllinni. Miðaverð er 2.000 kr. á hvorn leik fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir bötn 5-15 ára. ​​ Lifandi tölfræði / LIVE statt Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum að venju á sínum stað á kki.is. 🏆Maltbikarinn · Úrslitaleikir ➡️Laugardalshöllin 🗓Lau. 13 janúar ⏰ 13:30 🏀 KR-TINDASTÓLL · Úrslitaleikur karla ⏰ 16:30 🏀 KEFLAVÍK-NJARÐVÍK · Úrslitlaleikur kvenna #maltbikarinn #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá ÍSÍ

13 jan. 2018Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur gefið út yfirlýsingu vegna frásagna kvenna í íþróttahreyfingunni um ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan hreyfingarinnar. ÍSÍ þakkar þeim konum sem hafa sýnt það frumkvæði og hugrekki að stíga fram með sínar frásagnir.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Dómarar úrslitaleikjanna

12 jan. 2018Búið er að gefa út hverjir dæma úrslitaleiki Maltbikars karla og kvenna.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira