Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Takk fyrir árið 2017!

1 jan. 2018Körfuknattleikssamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem leið. Framundan er nýtt og spennandi körfuknattleiksár 2018 og óskar KKÍ öllum körfuknattleiksaðdáendum farsældar innan sem utan vallar á nýja árinu.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: tap á móti Lúxemborg

29 des. 2017Landslið kvenna spilaði í kvöld sinn síðasta leik á æfingamótinu í Lúxemborg. Spiluðu þær aftur á móti Lúxemborg.Meira
Mynd með frétt

Takk fyrir körfuboltaárið 2017 · Skrifstofa KKÍ lokuð í dag

29 des. 2017Skrifstofa KKÍ verður lokuð í dag, föstudaginn 29. janúar, og opnar á ný á nýju ári þann 2. janúar 2018. KKÍ þakkar fyrir viðburðarríkt körfuknattleiksár sem er að líða og sendir óskir til landsmanna og samstarfsaðila um farsæld á komandi nýju ári. Hæst ber að nefna þátttöku landsliðs karla á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fór í Finnlandi, og þar sem rúmlega 2.000 íslendingar mættu og studdu við bakið á strákunum okkar, og var umtalað af mótshöldurum og starfsfólki FIBA hvað Ísland settu eftirminnilegan svip á keppnina. Það er því vel við hæfi að mynd af stuðningsmönnum Íslands prýði dagatal FIBA sem sent var til allra sambanda innan FIBA núna fyrir árið 2018.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Tap í báðum leikjunum í Lúxemborg

28 des. 2017Landslið kvenna spilaði tvo æfingaleiki í dag í Lúxemborg. Tap var því miður staðreyndin í báðum leikjunum. Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna komnar til Lúxemborgar · Æfingamót 27.-30. desember

27 des. 2017Íslenska kvennalandsliðið hélt til Lúxemborgar í morgun á æfingamót, sem er í boði körfuknattleikssambandsins þar í landi, sem stendur yfir dagana 27.-29. desember. Á mótinu leika heimastúlkur frá Lúxemborg ásamt U20 ára liði Hollands. Liðið hélt út í morgun og mun vera við æfingar og leika æfingaleiki fram að heimför þann 30. des. Ívar Ásgrímsson þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir völdu 12 leikmenn til að taka þátt í mótinu fyrir skemmstu. Þau gerðu eina breytingu á vali sínu fyrir jól þegar ljóst var að Helena Sverrisdóttir væri á leið í atvinnumennsku í desember/janúar og völdu þau Dýrfinnu Arnardóttur frá Haukum í hennar stað.Meira
Mynd með frétt

KKÍ óskar þér gleðilegrar hátíðar!

23 des. 2017Meira
Mynd með frétt

Skrifstofa KKÍ lokuð í dag · Föstudaginn 22. desember

22 des. 2017Skrifstofa KKÍ verður lokuð í dag, föstudaginn 22. desember og opnar að nýju 27. desember. Gleðilega hátíð!Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 20.12.2017

20 des. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál í vikunni. Meira
Mynd með frétt

Landsliðæfingar U18 ára liða hafnar

20 des. 2017Í dag hófust jólaæfingar æfingahópa yngri landsliða en dagana 20.-22. des. munu U18 ára lið drengja og stúlkna vera við æfingar. Milli jóla og nýars taka svo U15 og U16 liðin við og æfa þrjá daga af fjórum, dagana 27.-30. des. Æfingar liða eru sem hér segir:Meira
Mynd með frétt

Sigmundur Már dæmir í Póllandi annað kvöld

20 des. 2017Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari dæmir nú í kvöld leik Artego Bydgoszcz gegn Aluinvent DVTK Miskolca í EuroCup kvenna. Meira
Mynd með frétt

KKÍ og Háskólinn í Reykjavík í samstarf um mælingar á landsliðum kvenna

19 des. 2017KKÍ og HR hafa gert með sér samstarfssamning sem snýr að kvennalandsliðum KKÍ. Þá mun HR sjá um mælingar á nokkrum landsliðum, með áherslu á A-landslið kvenna, og munu niðurstöður þeirra nýtast báðum aðilum í kjölfarið. Samstarfið felur í sér að meistaranámsnemi í íþróttafræðum í HR mun gera yfirgripsmikla rannsókn á landsliðum KKÍ og verða mælingar og niðurstöður nýttar í meistararitgerð í íþróttavísindum og þjálfun. Rannsóknin verður gerð í nánu samstarfi við þjálfarateymi landsliðs kvenna og styrktarþjálfara liðsins og miðast við mælingar tvisvar til fjórum sinnum á ári næstu tvö árin. Meira
Mynd með frétt

Umferðarverðlaun fyrri hluta Domino’s deildarinnar

19 des. 2017Í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport síðastliðinn föstudag voru verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðuna á fyrri hluta keppnistímabilsins 2017-2018 í Domino's deildum karla og kvenna. Það voru þau Ryan Taylor, ÍR, og Helena Sverrisdóttir, Haukum, sem voru kjörinn bestu leikmennirnir á fyrri hlutanum. Þá voru úrvalsliðin kjörinn og voru þau þannig skipuð: 🏀Úrvalslið karla · Fyrri hluti 2017-2018 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Kári Jónsson · Haukar Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll Hlynur Bæringsson · Stjarnan Ryan Taylor · ÍR 🏀Úrvalslið kvenna · Fyrri hluti 2017-2018 Danielle Rodriguez · Stjarnan Hallveig Jónsdóttir · Haukar Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík Helena Sverrisdóttir · HaukarMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Fjórir leikir í dag

16 des. 2017Í dag fer fram síðasta umferðin í Domino's deild kvenna fyrir jólafrí og því fjórir leikir á dagskránni. Allir leikirnir hefjast kl. 16:30. Stöð 2 Sport sýnir beint úr Hólminum leik Snæfells og Breiðabliks. Domino's deild kvenna · kl. 16:30 Haukar-Skallagrímur Njarðvík-Keflavík Snæfell-Breiðablik Stjarnan-Valur #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Árvirkjamót FSu 2018

15 des. 2017Á nýju ári mun nýtt mót Árvirkjans og FSu verða haldið fyrir börn í 7. og 8. flokki. Leikirnir verða með svipuðu sniði og þekkist í minniboltamótunum, stuttir leikir og bara 4 leikmenn inni á vellinum í einu hjá hvoru liði. Leiktíminn verður 2 x 10 mín. Ætlunin er að spila í riðlum og síðan verður útsláttarkeppni þar sem spilað verður um öll sætin. Liðin ættu því að fá nóg af leikjum. Hvert lið mun spila alla sína leiki á sama deginum. Skráning er hafin á kallikrulla@gmail.com og stendur hún til 20. desember næstkomandi. Skemmtileg mót fyrir þessa aldurshópa að byrja nýtt körfuboltaár.Meira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir eftirlitsmaður FIBA í fyrsta sinn í kvöld

14 des. 2017Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður FIBA á leik UMEA Udoinate gegn Basket 90 Gdynia í EuroCup kvenna í kvöld. Er þetta fyrsti leikurinn þar sem Rúnar Birgir er eftirlitsmaður FIBA. Meira
Mynd með frétt

Fræðsluefni gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum

14 des. 2017Körfuknattleikssamband Íslands hvetur forsvarsmenn, þjálfara, iðkendur, foreldra og forráðamenn að kynna sér vel eftirfarandi fræðsluefni gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum og viðbragðsáætlun á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).Meira
Mynd með frétt

Heil umferð í Domino's deild karla · 2 leikir í beinni á Stöð 2 Sport

14 des. 2017Lokaleikirnir í fyrri umferð Domino’s deildar karla og þar með síðasta umferðin fyrir jólafrí fer fram í kvöld þegar sex leikir fara fram. Stöð 2 Sport verður með tvo leiki í beinni í kvöld, en sýnt verður frá Seljaskóla, leik ÍR og Keflavíkur, og í Ásgarði frá leik Stjörnunnar og Tindastóls. Fimm leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og einn kl. 20:00.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 13.12.201

13 des. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Undanúrslitin 2018

13 des. 2017Í gær var dregið í undanúrslit í Maltbikarnum hjá körlum og konum og því ljóst hvaða lið mætast og á hvaða degi og tíma þau leika. Fyrirkomulag undanúrslitanna verður með sama sniði og í fyrra, þegar leikið var til undanúrslita í Höllinni. Undanúrslit Maltbikarsins verða sem hér segir: Meira
Mynd með frétt

Fræðsluefni gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum

13 des. 2017Körfuknattleikssamband Íslands hvetur forsvarsmenn, þjálfara, iðkendur, foreldra og forráðamenn að kynna sér vel eftirfarandi fræðsluefni gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum og viðbragðsáætlun á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira