23 ágú. 2018Þjálfari landsliðs karla, Craig Pedersen, og aðstoðarþjálfarar hans Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa boðað leikmenn til æfinga í lok mánaðarins.
Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Noregi í Bergen en norska körfuknattleikssambandið fagnar 50 ára afmæli sínu í ár og bíður Íslandi í heimsókn sem verður um leið liður í undirbúningi Íslands fyrir leiki í forkeppni að EuroBasket 2021 (EM) í vetur. Fyrsti leikur Íslands verður í Portúgal þann 16. september, og svo verða næst tveir leikir í nóvember og tveir í febrúar 2019.
Fyrst verður hópur leikmenn boðaðir til æfinga dagana 30.-31 ágúst. Þeir leikmenn sem valdir verða fyrir leikina gegn Noregi æfa svo áfram 1. september og halda svo út til Noregs 2.-4. september. Þeir leikmenn sem ekki verða valdir ljúka þar með í bili sinni þátttöku með landsliðinu fyrir leikinn í landsliðsglugganum í september.
Meira